Fjölmargir nördar og aðrir aðdáendur Star Wars seríunnar þurftu að leggja á sig í gærkvöldi að horfa á einn hálfleik af amerískum fótbolta. Það gerðu þeir vegna þess að stiklan var fyrst sýnd í hálfleik á ESPN, stöð sem er í eigu Disney.
Enn vekur athygli að enginn Logi Geimgengill er sýnilegur. Þó bregður fyrir öðrum gömlum hetjum eins og Han Solo, Chebacca og Leia prinsessa. Uppfært: Án þess að hægt sé að alhæfa það, er nú ansi líklegt að Loga bregði fyrir í örskamma stund.
Stiklan hefur vakið fjölda tilfinninga út um allan heim, séu athugasemdir og færslur á samfélagsmiðlum skoðaðar. Þá hafa margir sagst hafa tárast yfir stiklunni, sem vekur gamlar og góðar tilfinningar varðandi æsku fólks.
Til viðbótar má benda á að í einu atriði stiklunnar bregður Íslandi líklegast fyrir. Tökumenn frá Lucasfilm komu hingað til lands vegna myndarinnar.