Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 19:40 Flóttamenn stefna á Ermarsundsgöngin sem liggja á milli Frakklands og Englands. VISIR/AFP Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times. Eritrea Flóttamenn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times.
Eritrea Flóttamenn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira