Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 15:00 Björn Kristjánsson í leik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. vísir/getty Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira