Körfubolti

Pieti Poikola rekinn frá Tindastóli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pieti Poikola, t.v., entist ekki lengi á Króknum.
Pieti Poikola, t.v., entist ekki lengi á Króknum. vísir/vilhelm
Finninn Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta, var í dag rekinn úr starfi. Þetta gerist í kjölfar tapleiks liðsins gegn Haukum í gærkvöldi.

Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. Poikola var boðaður á stjórnarfund í morgun þar sem honum var sagt upp störfum.

Pieti fór vel af stað með Tindastólsliðið og vann fyrstu tvo leikina, en Stólarnir, sem lentu í öðru sæti Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð, eru nú búnir að tapa tveimur leikjum í röð og það ansi illa.

Aðferðir Finnans með að skipta ört um leikmenn á meðan leik stendur hefur, samkvæmt heimildum Vísis, farið illa í leikmenn liðsins og voru þeir mjög margir óánægðir með störf finnska þjálfarans.

„Það var gott að vinna með strákunum og gaman að kynnast íslenskri menningu sem er einstök. Nú fer ég að leita mér að íbúð í Finnlandi,“ segir Pieti Poikola.

Tindastóll mætir Njarðvík í bikarnum um helgina en þar verður væntanlega nýr þjálfari mættur til starfa. Næsti deildarleikur Stólanna er einnig á móti Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×