Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-17 | Valur slátraði toppliðinu Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 31. október 2015 00:01 Vera Lopes er í stóru hlutverki í liði ÍBV. vísir/valli Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira