Ólafur Páll: Hlökkum til að vinna með heilbrigðum Þórði Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 13:45 Þórður Ingason hefur tekið sig í gegn og ver áfram mark Fjölnis. vísir/vilhelm Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira