Russel Knox sigraði í Kína með smá hjálp frá eiginkonunni Kári Örn Hinriksson skrifar 8. nóvember 2015 18:15 Andrea og Russel Knox gerðu góða ferð til Kína saman. Getty Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira