Innlent

Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum vegna dekkjakurlsins.
Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum vegna dekkjakurlsins.
Sautján þingmenn allra flokka á Alþingi hafa lagt til að bann verði sett við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Þeir vilja að umhverfisráðherra móti í kjölfarið áætlun sem miði að því að gúmmíkurli úr dekkjum verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.

Foreldrar hafa margir hverjir lýst yfir áhyggjum af notkun dekkjakurls á íþróttavöllum. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur meðal annars farið fram það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru slíku kurli verði endurnýjaðir, í ljósi rannsókna sem sýna fram á að dekkjakurl innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Þá hefur umboðsmaður barna jafnframt lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa.

Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar segja mikilvægt að girða eins hratt og auðið sé fyrir notkun eitraðra og ef til vill heilsuspillandi efna á svæðum sem meðal annars séu ætluð til íþróttaiðkunar barna og unglinga. Þeir segja brýnt að gripið sé til aðgerða án tafar „enda óréttlætanlegt að heilsu og öryggi barna sé teflt í hættu á meðan beðið sé óyggjandi sannana fyrir skaðsemi efnanna,“ að því er segir í þingsályktunartillögunni, sem sjá má í heild hér. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×