Körfubolti

Körfuboltakvöld: Leikmenn Tindastóls geta ekki afsakað sig

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Þetta er sóknarleikurinn sem leikmennirnir vildu spila, þeir vildu þjálfarann burt og fengu það og fyrir vikið hafa þeir engar afsakanir. Að tapa þessum tveimur leikjum er aðeins hægt að skrifa á leikmenn liðsins,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingunum í þættinum Körfuboltakvöld í gær, um spilamennsku Tindastóls í undanförnum tveimur leikjum.

Tindastóll hefur tapað tveimur leikjum í röð gegn Njarðvík eftir að hafa rekið Pieti Poikola á dögunum.

„Það er óafsakanlegt af hálfu leikmanna Tindastóls eftir að hafa, að þeirra ósk myndi ég telja, látið reka þjálfarann að spila svona. Þeir eru að láta Sauðárkrók og stjórn Tindastóls líta illa út. Það er til háborinnar skammar hvernig leikmennirnir hafa mætt í þessa leiki.“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu spilamennsku Tindastóls í leikjunum gegn Njarðvík og spilamennsku Darrel Lewis í leikjunum en innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×