Viðskipti innlent

RÚV uppfyllti skilyrði vegna viðbótarframlags

Bjarki Ármannsson skrifar
RÚV var heitið viðbótarframlagi í fjárlögum að ákveðnum skilyrðum í rekstri uppfylltum.
RÚV var heitið viðbótarframlagi í fjárlögum að ákveðnum skilyrðum í rekstri uppfylltum. Vísir/Ernir
Það er afstaða fjármálaráðuneytisins að RÚV hafi af sinni hálfu uppfyllt skilyrði vegna viðbótarframlags á fjárlögum síðasta árs. Þetta segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn RÚV.

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis hafa bæði sagt að forystumenn RÚV hafi sýnt fjárlaganefnd rangar upplýsingar um stöðu félagsins en RÚV var heitið viðbótarframlagi að ákveðnum skilyrðum í rekstri uppfylltum.

„Það er afstaða ráðuneytisins að RÚV hafi af sinni hálfu uppfyllt skilyrði sem nefnd voru í nefndaráliti með fjárlagafrumvarpi,“ segir meðal annars í svari fjármálaráðuneytisins sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið taldi því ekki ástæðu til að leggja til í frumvarpi til fjáraukalaga, sem liggur fyrir Alþingi, að fjárheimildir verði lækkaðar á yfirstandandi fjárlagaári.“


Tengdar fréttir

Svör óskast um RÚV

Lítið hefur farið fyrir efnislegri umræðu um skýrsluna.

Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann

Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×