Innlent

Bjartsýnn á að kjarasamningarnir verði samþykktir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þórarinn Eyfjörð.
Þórarinn Eyfjörð. vísir/pjetur
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segist bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar félagsins við ríkið verði samþykktir. Atkvæðagreiðsla hófst í gær og er niðurstaðna að vænta á þriðjudag.

„Undanfarna daga höfum við farið um landið og kynnt samninginn. Á þessum kynningum sem ég hef verið á virðast félagsmann hafa tekið nokkuð vel í þetta,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi.

Samningar tókust í síðustu viku eftir langar viðræður við ríkið. Viðræðurnar voru sameiginlegar á milli SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna en félagsmenn munu á næstu árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun.

„Ég hef ekki fengið upplýsingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, en við erum líka enn á fullu við að kynna samninginn. En miðað við það sem ég hef heyrt er hljóðið í mönnum þokkalega gott,“ segir Þórarinn.

Atkvæðagreiðsla hjá Landssambandi lögreglumanna hefst í næstu viku og er stefnt á að ljúka henni 18. nóvember.


Tengdar fréttir

Verkfalli afstýrt um miðja nótt

"Við sem stóðum að þessum samningum erum mjög sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. "Þetta er alveg í anda þeirra markmiða sem við settum upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×