Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 12:34 Róbert Örn skrifar undir i hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira