Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson. Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson.
Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira