Rio: Við spörkuðum skemmtaranum úr Ronaldo þannig hann fór að gefa boltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:30 vísir/getty Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira