#skammakrókur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Mér fannst síðasta vika óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni og lesnir um það bil 15 tölvupóstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með yfirstrikunarpennum í fjórum litum. Við þessa venjulegu viku bættust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt læknisráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitustjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkamsrækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinningagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfsmynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun
Mér fannst síðasta vika óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni og lesnir um það bil 15 tölvupóstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með yfirstrikunarpennum í fjórum litum. Við þessa venjulegu viku bættust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt læknisráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitustjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkamsrækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinningagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfsmynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun