Körfubolti

Bikarmeistararnir svöruðu fyrir tapið á fimmtudaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/ernir
Bikarmeistarar Stjörnunnar eru komnir áfram í 16-liða úrslit Powerade-bikars karla eftir öruggan 27 stiga sigur, 93-66, á ÍR í Ásgarði í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Þessi sömu lið mættust í Seljaskóla á fimmtudaginn þar sem Breiðhyltingar höfðu betur, 96-93, en þeir sáu ekki til sólar í kvöld gegn ákveðnum Stjörnumönnum.

Garðbæingar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik en þeir leiddu með 23 stigum að honum loknum, 59-36.

ÍR-ingar lentu í miklum villuvandræðum en þeir fengu alls 17 villur í fyrri hálfleik. Stjörnumenn voru þ.a.l. tíðir gestir á vítalínunni en 18 af 59 stigum þeirra í fyrri hálfleik komu þaðan.

Al'lonzo Coleman átti flottan leik í liði bikarmeistaranna og skoraði 23 stig og hitti úr sjö af 11 skotum sínum utan af velli. Marvin Valdimarsson skilaði 16 stigum og þá skoraði Justin Shouse níu stig og gaf 11 stoðsendingar.

Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur í liði ÍR með 11 stig en Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell lék ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla.

Stjarnan-ÍR 93-66 (30-19, 29-17, 19-15, 15-15)

Stjarnan: Al'lonzo Coleman 23/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 16/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12, Elías Orri Gíslason 11, Justin Shouse 9/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/5 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 6/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Muggur Ólafsson 0, Kristinn Ólafsson 0.

ÍR: Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/8 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/7 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/4 fráköst, Hamid Dicko 7, Birgir Þór Sverrisson 5/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristján Pétur Andrésson 5/5 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Sveinbjörn Claessen 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.

vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×