Erlent

ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum

Samúel Karl Ólason skrifar
Með sigrinum geta vígamenn ISIS lokað á birgðaflutninga norður frá Damascus.
Með sigrinum geta vígamenn ISIS lokað á birgðaflutninga norður frá Damascus.
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa hernumið lítinn en einkar mikilvægan bæ nærri Damascus, höfuðborg Sýrlands og helsta vígi forsetans Bashar al-Assad. Minnst 50 meðlimir stjórnarhersins féllu í árásinni samkvæmt aðgerðarsinnum í Sýrlandi.

Bærinn Mheen liggur á milli Damascus og borgarinnar Homs, steinsnar frá þjóðvegi sem tengir Damascus við yfirráðasvæði hersins í norðurhluta Sýrlands, eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Sem svo oft áður notuðu vígamennirnir sjálfsmorðsárásir til að veikja stöðu verjenda Mheen áður en árásin hófst.

Bandaríkin tilkynntu nýverið að sérsveitarmenn verða sendir til aðstoðar Kúrdum í Sýrlandi.Vísir/Graphicnews
Samkvæmt Independent segjast ISISliðar einnig hafa lagt hald á fjölda vopna og skotfæri í Mheen.

Á meðan ISISliðar sækja fram gegn hernum nærri Damascus, heldur sókn hersins gegn uppreisnarhópum og íslamistum áfram norðar í Sýrlandi. Bandaríkin tilkynntu nýverið að sérsveitarmenn yrðu sendir til aðstoðar Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, þar sem þeir berjast gegn Íslamska ríkinu.

Þar að auki ætla Bandaríkin að fjölga loftárásum.

Reuters fréttaveitan segir að á meðan unnið er að því að fá deiluaðila til að setjast að samningaborðinu, sé lítið útlit fyrir að svo verði á meðan harðir bardagar geisa víða í Sýrlandi. Sérfræðingar segja að allir aðilar reyni nú að stækka yfirráðasvæði sitt svo staða þeirra verði betri í mögulegum viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×