Fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods: Hann kom fram við mig eins og þræl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2015 14:45 Williams fer hörðum orðum um Woods í nýrri ævisögu sinni. vísir/getty Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira