Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Hæstaréttardómarar eru meðal þeirra sem ákvörðunin tekur til. vísir/stefán Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30