Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Tindastóll 94-91 | Nýi þjálfari Stólanna byrjar illa Símon B. Hjaltalín skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Vísir/Vilhelm Tindastóll mætti í Hólminn í kvöld með nýjan þjálfara og sá hefur verk að vinna því hans menn töpuðu gegn Snæfelli. Leikurinn endaði 94-91 eftir hörkuleik og æsispennandi lokamínútu. Snæfell skaust þar með upp fyrir Tindastól og Grindavík í 7. sæti deildarinnar en öll liðin eru með 6. stig í einum hnapp í 7.–9. Sæti. Það voru greinileg batamerki hjá Snæfelli frá síðasta leik og vel byggt ofan á síðasta heimaleik. Snæfellingar byrjuðu sterkt og voru komnir í 11-4 eftir tveggja mínútna leik en Joe Costa, nýr þjálfari Tindastóls, tók snemma leikhlé til að ræða við menn sína. Ekki rak mikið á fjörur Tindastóls þangað til þeir fóru að rótera varnarleik sínum og breyttu í þétta svæðisvörn sem riðlaði leik Snæfells nokkuð vel og Tindastóll jafnaði leikinn. Tindastólsmenn komust einu sinni yfir í leiknum, 33-31, og náðu ekki að gera sér betur mat úr áhlaupum sínum í leiknum. Snæfellingar stóðu vel í lappirnar og réru alltaf frá aftur og leiddu mest með 12 stigum. Staðan í hálfleik var 52-43 fyrir Snæfell sem náðu að eiga síðasta orðið í hverju leikhluta þrátt fyrir að Tindastóll saxaði á, á köflum. Liðin voru áþekk í tölfræðiþáttum leiksins þó Snæfell hefðu átt þriggja stiga skotin og Tindastóll átti frákastabaráttuna 43 gegn 30 og þar af 15 í sókn sem nýttist þeim ekki sem skildi þegar þeir fengu ný tækifæri í sóknarleik sínum. Snæfellingar voru yfir 89-83 þegar tvær mínútur voru eftir og hleyptu spennu í leikinn með smá klaufaskap sem hefði getað kostað sitt en síðustu andartök leiksins voru þeirra sem gaf þeim sigurinn í leiknum. Heildarframlag Snæfells var mjög gott en stigahæstir voru Sherrod Wright og Austin Bracey með 24 stig hvor og Sigurður Þorvaldsson með 17 stig. Stefán Karel var einkar sterkur með 13 stig og 8 fráköst. Jerome Hill var í sérflokki með 24 stig og 16 fráköst fyrir Tindastól og Darrell Flake var með 17 stig og sýndi að hann er algjör lykilmaður í liðinu þegar á reynir. Darrel Lewis var með 14 stig.Ingi Þór: Allir sigurleikir eru demantar „Þetta var alveg ótrúlega miklvægur sigur hjá okkur og ég er stoltur af liðinu mínu í dag og það sem maður vill sjá er að menn berjist," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við vorum stundum svolitlir klaufar að klára ekki tvö víti þegar við fengum þau og að skilja þá svolítið meira eftir í leiknum þegar við áttum möguleika á því en baráttan var hérna til staðar. „Það var gríðalega mikið af hlutum sem ég var sáttur með í seinni hálfleik hvað varðar baráttu liðsins. Allir sigurleikir fyrir okkur eru demantar og það sást vel á því hvernig menn fögnuðu leikslokum og það hvernig menn lögðu í leikinn og fengu að uppskera er svo sætt. Þetta er líka svo dýrt fyrir okkur að fá þessi stig þar sem við hoppum eitthvað upp í töflunni og að ná okkar fyrsta heimasigri eftir tæpa leiki hérna í síðustu leikjum.“ Siggi Þorvalds: Margir hlutir á uppleið „Það var komin tími á heimaleikjasigur. Við komum vel undirbúnir og höfum fengið Óskar [Hjartarson] til baka þannig að við erum að ná fullum æfingarhóp aftur og mér finnast mjög margir hlutir á uppleið hjá okkur," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. „Það var mjög gott að klára leikinn en mér fannst við ekki þurfa að missa þetta svona niður á köflum með klaufaskap oft á tíðum og koma þeim inn í leikinn en sigurinn skiptir máli þegar upp er staðið og við náðum að halda þeim einu skrefi fyrir aftan.“ Jou Costa: Verðum að laga varnarleikinn „Við þurfum að taka vörnina aðeins í gegn og vinna betur þar því við erum að fá á okkur meira en 50 stig í fyrri hálfleik og yfir 90 stig í leiknum. Að vinna leiki sem eru með þessum tölum er ekki auðvelt þannig að við vinnum betur í varnarleiknum okkar," sagði Spánverjinn Jou Costa en hann var að stýra liði Tindastóls í fyrsta skipti í kvöld. „Við vissum töluvert um heimaliðið [Snæfell] og hvernig þeir geta unnið leiki, hvernig þeir spila og skora og höfðum farið vel yfir það í vikunni. Svo klára þeir okkur. Það voru margir góðir hlutir í vörn og fráköstum en á mikilvægum augnablikum í leiknum fá lykilmenn þeirra galopin skot sem þeir klára og gerði þetta ómögulegt. „Við reyndum allt í varnartilbrigðum en höfðum ekki nema fjórar æfingar saman til að slípa fyrir þennan leik og það er ekki nægur tími til að stilla þetta af en við förum í mikla vinnu núna og sjáum til eftir tvær til þrjár vikur hver við verðum þá.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Tindastóll mætti í Hólminn í kvöld með nýjan þjálfara og sá hefur verk að vinna því hans menn töpuðu gegn Snæfelli. Leikurinn endaði 94-91 eftir hörkuleik og æsispennandi lokamínútu. Snæfell skaust þar með upp fyrir Tindastól og Grindavík í 7. sæti deildarinnar en öll liðin eru með 6. stig í einum hnapp í 7.–9. Sæti. Það voru greinileg batamerki hjá Snæfelli frá síðasta leik og vel byggt ofan á síðasta heimaleik. Snæfellingar byrjuðu sterkt og voru komnir í 11-4 eftir tveggja mínútna leik en Joe Costa, nýr þjálfari Tindastóls, tók snemma leikhlé til að ræða við menn sína. Ekki rak mikið á fjörur Tindastóls þangað til þeir fóru að rótera varnarleik sínum og breyttu í þétta svæðisvörn sem riðlaði leik Snæfells nokkuð vel og Tindastóll jafnaði leikinn. Tindastólsmenn komust einu sinni yfir í leiknum, 33-31, og náðu ekki að gera sér betur mat úr áhlaupum sínum í leiknum. Snæfellingar stóðu vel í lappirnar og réru alltaf frá aftur og leiddu mest með 12 stigum. Staðan í hálfleik var 52-43 fyrir Snæfell sem náðu að eiga síðasta orðið í hverju leikhluta þrátt fyrir að Tindastóll saxaði á, á köflum. Liðin voru áþekk í tölfræðiþáttum leiksins þó Snæfell hefðu átt þriggja stiga skotin og Tindastóll átti frákastabaráttuna 43 gegn 30 og þar af 15 í sókn sem nýttist þeim ekki sem skildi þegar þeir fengu ný tækifæri í sóknarleik sínum. Snæfellingar voru yfir 89-83 þegar tvær mínútur voru eftir og hleyptu spennu í leikinn með smá klaufaskap sem hefði getað kostað sitt en síðustu andartök leiksins voru þeirra sem gaf þeim sigurinn í leiknum. Heildarframlag Snæfells var mjög gott en stigahæstir voru Sherrod Wright og Austin Bracey með 24 stig hvor og Sigurður Þorvaldsson með 17 stig. Stefán Karel var einkar sterkur með 13 stig og 8 fráköst. Jerome Hill var í sérflokki með 24 stig og 16 fráköst fyrir Tindastól og Darrell Flake var með 17 stig og sýndi að hann er algjör lykilmaður í liðinu þegar á reynir. Darrel Lewis var með 14 stig.Ingi Þór: Allir sigurleikir eru demantar „Þetta var alveg ótrúlega miklvægur sigur hjá okkur og ég er stoltur af liðinu mínu í dag og það sem maður vill sjá er að menn berjist," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við vorum stundum svolitlir klaufar að klára ekki tvö víti þegar við fengum þau og að skilja þá svolítið meira eftir í leiknum þegar við áttum möguleika á því en baráttan var hérna til staðar. „Það var gríðalega mikið af hlutum sem ég var sáttur með í seinni hálfleik hvað varðar baráttu liðsins. Allir sigurleikir fyrir okkur eru demantar og það sást vel á því hvernig menn fögnuðu leikslokum og það hvernig menn lögðu í leikinn og fengu að uppskera er svo sætt. Þetta er líka svo dýrt fyrir okkur að fá þessi stig þar sem við hoppum eitthvað upp í töflunni og að ná okkar fyrsta heimasigri eftir tæpa leiki hérna í síðustu leikjum.“ Siggi Þorvalds: Margir hlutir á uppleið „Það var komin tími á heimaleikjasigur. Við komum vel undirbúnir og höfum fengið Óskar [Hjartarson] til baka þannig að við erum að ná fullum æfingarhóp aftur og mér finnast mjög margir hlutir á uppleið hjá okkur," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. „Það var mjög gott að klára leikinn en mér fannst við ekki þurfa að missa þetta svona niður á köflum með klaufaskap oft á tíðum og koma þeim inn í leikinn en sigurinn skiptir máli þegar upp er staðið og við náðum að halda þeim einu skrefi fyrir aftan.“ Jou Costa: Verðum að laga varnarleikinn „Við þurfum að taka vörnina aðeins í gegn og vinna betur þar því við erum að fá á okkur meira en 50 stig í fyrri hálfleik og yfir 90 stig í leiknum. Að vinna leiki sem eru með þessum tölum er ekki auðvelt þannig að við vinnum betur í varnarleiknum okkar," sagði Spánverjinn Jou Costa en hann var að stýra liði Tindastóls í fyrsta skipti í kvöld. „Við vissum töluvert um heimaliðið [Snæfell] og hvernig þeir geta unnið leiki, hvernig þeir spila og skora og höfðum farið vel yfir það í vikunni. Svo klára þeir okkur. Það voru margir góðir hlutir í vörn og fráköstum en á mikilvægum augnablikum í leiknum fá lykilmenn þeirra galopin skot sem þeir klára og gerði þetta ómögulegt. „Við reyndum allt í varnartilbrigðum en höfðum ekki nema fjórar æfingar saman til að slípa fyrir þennan leik og það er ekki nægur tími til að stilla þetta af en við förum í mikla vinnu núna og sjáum til eftir tvær til þrjár vikur hver við verðum þá.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira