Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 11:44 Framburður fórnarlambsins var studdur af framburði vitna og konunnar sem var ákærð í málinu. vísir/getty Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt par fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í húsi Hvalfjarðarsveit í nóvember árið 2012. Var parið sakað um að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Maðurinn sem var dæmdur í þessu máli heitir Sigurþór Arnarsson. Fyrir tæpum þremur árum sýknaði Hæstiréttur hann í Vegas-málinu svokallaða. Samkvæmt ákæru hafði parið hótað konunni andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótaði einnig að beita nána vandamenn hennar ofbeldi. Sigurþór var meðal annars ákærður fyrir að hafa bundið hendur konunnar fastar með mittisbandi, binda klút um háls hennar, kefla hana, taka hana hálstaki, kasta golfkúlu í höfuð hennar, lemja hana með bókum og reka logandi vindling í brjóst hennar, slá hana í andlitið með flötum lófa og hóta að klippa af fingrum hennar. Konan var ákærð fyrir að hella úr vatnsfötu yfir fórnarlambið og hóta henni líkamlegu ofbeldi með því að ógna fórnarlambinu með hníf og segja ætla að stinga hana í magann. Parið var einnig ákært fyrir að neyða konuna með ógnandi skipunum til að afklæðast og halda til í kjallara hússins og á öðrum stöðum þar inni og með því að hóta henni kynferðislegu ofbeldi og hóta henni einnig að faðir hennar og barn hennar yrðu beitt líkamlegu ofbeldi.Var nýkomin úr meðferð Konan sem brotið var gegn fór á lögreglustöð á Akranesi mánudaginn 26. nóvember árið 2012 ásamt systur sinni til að kæra parið. Kom þar fram að konan hefði verið nýkomin úr áfengis- og vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti þegar hún skráði sig á hótel í Reykjavík. Stuttu síðar komst hún í samband við parið og hafi þau ákveðið að fara í ibúð í húsi í Hvalfjarðarsveit sem parið var með á leigu. Sunnudaginn 25. nóvember 2012 var lagt af stað og var Sigurþór ökumaður bifreiðarinnar. Hann var sagður í annarlegu ástandi og hefði ekið mjög greitt og óvarlega. Að kvöldi sunnudagsins sakaði hann fórnarlambið um að hafa stolið af parinu rítalíni. Konan sagðist ekki kannast við það en sagði parið hafa orðið reitt og svipt sig frelsinu og beitti hana ógnunum og ofbeldi nema hún myndi reiða af hendi 200 þúsund krónur. Var konan bundin og kefluð allt til klukkan fimm aðfaranótt mánudagsins 26. nóvember árið 2012 en komst í burtu gegn því að lofa að greiða parinu 50 þúsund krónur. Konan gekk upp á Vesturlandsveg þar sem hún náði að húkka sér far til systur sinnar.Konan sem var ákærð óttaðist manninn Konan sem var ákærð í málinu breytti framburði sínum fyrir dómi. Sagði hún að margt í skýrslu sinni hjá lögreglu hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt og var ástæða þess að hún hefði óttast Sigurþór og á þessum tíma og að hann hefði drottnað yfir henni. Var það mat dómsins að framburður konunnar sem varð fyrir frelsissviptingunni hefði verið eindreginn og skýr og í öllum meginatriðum í samræmi við framburð hennar hjá lögreglu. Í dómnum segir að framburður hennar sé studdur með framburði vegfarenda sem tóku konuna upp í bíl sinn og í framburði systur hennar sem og læknis.Framburður ákærður studdi framburð fórnarlambsins Þá var framburður konunnar sem var ákærð í málinu einnig sagður styðja framburð fórnarlambsins og þótti því sannað að Sigurþór hefði gerst sekur um að það sem honum er gefið að sök í ákæru. Dómurinn tók þó fram að ekki hefði verið sannað að maðurinn hefði keflað hana, bundið klút um háls hennar og lamið í höfuðið með bókum. Þá þótti ekki sannað að Sigurþór hefði hótað að klippa fingur af brotaþola. Konan sem var ákærð hafði viðurkennt að hafa hellt úr vatnsfötu yfir fórnarlambið og var sú háttsemi talin sönnun. Var konan hins vegar sýknuð af því að hafa hótað fórnarlambinu líkamlegu ofbeldi með hnífi. Þá þótti ekki sannað að parið hefði skipað konunni að afklæðast og lokað hana af í kjallara hússins, jafnvel þó konan hefði lýst því trúverðugum hætti.Beittu konuna harðræði Dómurinn taldi þó parið hafa gerst sekt um að hafa beitt konuna harðræði umrædda nótt. Þá þótti einnig sannað að konan hefði þurft að sæta nauðung og frelsissviptingu. Hins vegar fékkst framburður konunnar, um að parið hefði reynt að hafa út úr henni pening, ekki þann stuðning af öðrum gögnum málsins að það teldist sem sönnun. Var parið því sýknað af þeim hluta ákærunnar. Var konan dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar, en fresta skal fullnustu hennar skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dóms haldi hún skilorði. Sigurþór var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, en fresta skuli fullnustu níu mánaða af refsingunni ef maðurinn heldur skilorði. Þá var parið dæmt til að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur óskipt vegna málsins. Sjá dóminn hér.Vegas-máliðÁrið 1998 var Sigurþór dæmdur í Hæstarétti fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á veitingastaðnum Vegas í maí árið 1997. Hljóðaði dómurinn upp á tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist en hann sat inni í átján mánuði vegna málsins. Eftir að dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998 var málið kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar og nokkrum árum seinna var farið að huga að kröfu um endurupptöku málsins sem leiddi til niðurstöðunnar í Hæstarétti fyrir þremur árum þar sem Sigurþór var sýknaður í málinu. Sjá hér. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. 21. júlí 2015 15:30 Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Sýknaður af ákæru um að hafa banað manni árið 1997 Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var, árið 1998, dæmdur í Hæstarétti fyrir manndráp á veitingastaðnum Vegas. Sigurþór Arnarsson var dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði, þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998. Sverrir Þór Einarsson var líka dæmdur fyrir aðild að málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar sýknað Sigurþór af brotinu. 6. desember 2012 16:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt par fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í húsi Hvalfjarðarsveit í nóvember árið 2012. Var parið sakað um að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Maðurinn sem var dæmdur í þessu máli heitir Sigurþór Arnarsson. Fyrir tæpum þremur árum sýknaði Hæstiréttur hann í Vegas-málinu svokallaða. Samkvæmt ákæru hafði parið hótað konunni andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótaði einnig að beita nána vandamenn hennar ofbeldi. Sigurþór var meðal annars ákærður fyrir að hafa bundið hendur konunnar fastar með mittisbandi, binda klút um háls hennar, kefla hana, taka hana hálstaki, kasta golfkúlu í höfuð hennar, lemja hana með bókum og reka logandi vindling í brjóst hennar, slá hana í andlitið með flötum lófa og hóta að klippa af fingrum hennar. Konan var ákærð fyrir að hella úr vatnsfötu yfir fórnarlambið og hóta henni líkamlegu ofbeldi með því að ógna fórnarlambinu með hníf og segja ætla að stinga hana í magann. Parið var einnig ákært fyrir að neyða konuna með ógnandi skipunum til að afklæðast og halda til í kjallara hússins og á öðrum stöðum þar inni og með því að hóta henni kynferðislegu ofbeldi og hóta henni einnig að faðir hennar og barn hennar yrðu beitt líkamlegu ofbeldi.Var nýkomin úr meðferð Konan sem brotið var gegn fór á lögreglustöð á Akranesi mánudaginn 26. nóvember árið 2012 ásamt systur sinni til að kæra parið. Kom þar fram að konan hefði verið nýkomin úr áfengis- og vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti þegar hún skráði sig á hótel í Reykjavík. Stuttu síðar komst hún í samband við parið og hafi þau ákveðið að fara í ibúð í húsi í Hvalfjarðarsveit sem parið var með á leigu. Sunnudaginn 25. nóvember 2012 var lagt af stað og var Sigurþór ökumaður bifreiðarinnar. Hann var sagður í annarlegu ástandi og hefði ekið mjög greitt og óvarlega. Að kvöldi sunnudagsins sakaði hann fórnarlambið um að hafa stolið af parinu rítalíni. Konan sagðist ekki kannast við það en sagði parið hafa orðið reitt og svipt sig frelsinu og beitti hana ógnunum og ofbeldi nema hún myndi reiða af hendi 200 þúsund krónur. Var konan bundin og kefluð allt til klukkan fimm aðfaranótt mánudagsins 26. nóvember árið 2012 en komst í burtu gegn því að lofa að greiða parinu 50 þúsund krónur. Konan gekk upp á Vesturlandsveg þar sem hún náði að húkka sér far til systur sinnar.Konan sem var ákærð óttaðist manninn Konan sem var ákærð í málinu breytti framburði sínum fyrir dómi. Sagði hún að margt í skýrslu sinni hjá lögreglu hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt og var ástæða þess að hún hefði óttast Sigurþór og á þessum tíma og að hann hefði drottnað yfir henni. Var það mat dómsins að framburður konunnar sem varð fyrir frelsissviptingunni hefði verið eindreginn og skýr og í öllum meginatriðum í samræmi við framburð hennar hjá lögreglu. Í dómnum segir að framburður hennar sé studdur með framburði vegfarenda sem tóku konuna upp í bíl sinn og í framburði systur hennar sem og læknis.Framburður ákærður studdi framburð fórnarlambsins Þá var framburður konunnar sem var ákærð í málinu einnig sagður styðja framburð fórnarlambsins og þótti því sannað að Sigurþór hefði gerst sekur um að það sem honum er gefið að sök í ákæru. Dómurinn tók þó fram að ekki hefði verið sannað að maðurinn hefði keflað hana, bundið klút um háls hennar og lamið í höfuðið með bókum. Þá þótti ekki sannað að Sigurþór hefði hótað að klippa fingur af brotaþola. Konan sem var ákærð hafði viðurkennt að hafa hellt úr vatnsfötu yfir fórnarlambið og var sú háttsemi talin sönnun. Var konan hins vegar sýknuð af því að hafa hótað fórnarlambinu líkamlegu ofbeldi með hnífi. Þá þótti ekki sannað að parið hefði skipað konunni að afklæðast og lokað hana af í kjallara hússins, jafnvel þó konan hefði lýst því trúverðugum hætti.Beittu konuna harðræði Dómurinn taldi þó parið hafa gerst sekt um að hafa beitt konuna harðræði umrædda nótt. Þá þótti einnig sannað að konan hefði þurft að sæta nauðung og frelsissviptingu. Hins vegar fékkst framburður konunnar, um að parið hefði reynt að hafa út úr henni pening, ekki þann stuðning af öðrum gögnum málsins að það teldist sem sönnun. Var parið því sýknað af þeim hluta ákærunnar. Var konan dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar, en fresta skal fullnustu hennar skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dóms haldi hún skilorði. Sigurþór var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, en fresta skuli fullnustu níu mánaða af refsingunni ef maðurinn heldur skilorði. Þá var parið dæmt til að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur óskipt vegna málsins. Sjá dóminn hér.Vegas-máliðÁrið 1998 var Sigurþór dæmdur í Hæstarétti fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á veitingastaðnum Vegas í maí árið 1997. Hljóðaði dómurinn upp á tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist en hann sat inni í átján mánuði vegna málsins. Eftir að dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998 var málið kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar og nokkrum árum seinna var farið að huga að kröfu um endurupptöku málsins sem leiddi til niðurstöðunnar í Hæstarétti fyrir þremur árum þar sem Sigurþór var sýknaður í málinu. Sjá hér.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. 21. júlí 2015 15:30 Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Sýknaður af ákæru um að hafa banað manni árið 1997 Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var, árið 1998, dæmdur í Hæstarétti fyrir manndráp á veitingastaðnum Vegas. Sigurþór Arnarsson var dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði, þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998. Sverrir Þór Einarsson var líka dæmdur fyrir aðild að málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar sýknað Sigurþór af brotinu. 6. desember 2012 16:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. 21. júlí 2015 15:30
Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38
Sýknaður af ákæru um að hafa banað manni árið 1997 Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var, árið 1998, dæmdur í Hæstarétti fyrir manndráp á veitingastaðnum Vegas. Sigurþór Arnarsson var dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði, þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998. Sverrir Þór Einarsson var líka dæmdur fyrir aðild að málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar sýknað Sigurþór af brotinu. 6. desember 2012 16:57