Ferðakostnaður: Um gagnsæi og innihald Ögmundur Jónasson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber. Spurningin er svo hvort Fréttablaðið kunni að vera of þröngt og misvísandi í nálgun sinni. Ég hallast að því.Vegagerðin spilltust? Fyrir nokkrum árum var mikil umfjöllun um akstursgreiðslur hjá hinu opinbera. Réttilega var bent á að þess væru dæmi að kjaraívilnanir væri að finna í þessum greiðslum þótt þegar á heildina litið væru þetta greiðslur vegna útlagðs kostnaðar starfsmanna. Í umfjöllun sumra fjölmiðlamanna var þetta þó iðulega lagt til jafns við spillingu og á Alþingi var spurt hvaða stofnun ríkisins gengi lengst í þessu efni, með öðrum orðum væri spilltust. Og viti menn Vegagerðin var þarna ofarlega ef ekki efst á blaði. Vegna þess að þar væri spillingin mest? Nei, að sjálfsögðu ekki. Heldur vegna hins að þar snerist starfið hjá mörgum um að keyra um vegakerfi landsins í starfslegum erindagjörðum, iðulega á eigin bifreiðum þegar það þótti hagkvæmara en að setja ríkisbíl undir hvern rass. Akstursgreiðslur eru til að koma í veg fyrir að hlutaðeigandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa tilkostnað við starf sitt og eru dagpeningar og annar ferðakostnaður að sjálfsögðu af sama toga.Eiga fundirnir rétt á sér? Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi: „Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt.“ Meintur glæpur Alþingis sýnist mér hafa verið að segja aðeins til um hvaða reglur giltu um fjármögnun utanferða. Fréttablaðið vildi kennitölur. Ekki er ég mótfallinn því. Mér finnst sjálfsagt að ferðalög þingmanna á vegum skattgreiðenda séu til skoðunar og umræðu í fjölmiðlum, ekki síður en aðrar greiðslur til þeirra. En hvernig væri að nálgast málið líka á annan hátt og spyrja um mikilvægi funda? Og fyrst farið er að rýna í fundargerðir eins og fram kemur í framangreindri tilvitnun, hvers vegna ekki skoða þær efnislega og grennslast fyrir um hvað menn eru að gera á þessum fundum og reyna að meta hvers virði þeir eru?Orðið við óskum Fréttablaðsins Og kem ég þar að umfjöllun Fréttablaðsins þar sem utanferðir mínar eru tíundaðar. Þessa grein skrifa ég reyndar til að verða við óskum blaðsins um gagnsæi. Því þær eiga rétt á sér. Ég er einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðsins og sit auk þess í fjórum nefndum á vegum ráðsins, heilbrigðis- og félagsmálanefnd, flóttamannanefnd, eftirlitsnefnd og nefnd um lög og reglur Evrópuráðsins. Þetta þýðir að ég sæki vikulöng þing Evrópuráðsins fjórum sinnum á ári og þrisvar til fjórum sinnum sæki ég nefndafundi. Þetta kostar tæpar tvær milljónir króna á ári hverju og skiptist á síðasta ári þannig hvað mig varðar: Fargjöld: 847.958kr. Dagpeningar: 660.779 kr. Hótel: 473.612 kr. Samtals: 1.982.349 kr.Á að hætta samstarfinu? Fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins eru þrír og án þess að gera mitt framlag að umtalsefni, það geta menn kynnt sér í skrifum mínum að loknum nánast öllum fundum og ráðstefnum sem ég hef sótt, þá vil ég fullyrða að samþingmenn mínir í þessu starfi leggja mikið og gott starf af mörkum. En ræðum málið fyrir alla muni. Vilja menn að við hættum þessu samstarfi? Ekki vil ég það. Vil reyndar að við eflum þetta starf en þess má geta að við erum eina þjóðin af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins sem ekki hefur sendifulltrúa í þessari miðstöð mannréttinda. Á mannréttindastarfið í Strasbourg vil ég leggja áherslu en síður á starf á vegum Evrópusambandsins sem að undanförnu hefur verið stóraukið. Ég er sömuleiðis því fylgjandi að við endurskoðum aðkomu okkar að NATO og hugsanlega einhverri annarri starfsemi á erlendum vettvangi. Annað ber hugsanlega að efla. Ég hvet Fréttablaðið til umfjöllunar um þessi mál.Ræðum innihaldið Ég styð það að ferðareikningar alþingismanna séu uppi á borði og sýnilegir. En ég hvet til þess að umræðan um þá verði látin hverfast um tilgang og innihald. Ef eitthvað hins vegar er óeðlilegt í greiðslum til alþingismanna eða annarra og skattlagningu slíkra greiðslna, þá þarf að sjálfsögðu að taka þá umræðu undanbragðalaust og ef eitthvað er ekki sem skyldi í því efni þarf að laga það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber. Spurningin er svo hvort Fréttablaðið kunni að vera of þröngt og misvísandi í nálgun sinni. Ég hallast að því.Vegagerðin spilltust? Fyrir nokkrum árum var mikil umfjöllun um akstursgreiðslur hjá hinu opinbera. Réttilega var bent á að þess væru dæmi að kjaraívilnanir væri að finna í þessum greiðslum þótt þegar á heildina litið væru þetta greiðslur vegna útlagðs kostnaðar starfsmanna. Í umfjöllun sumra fjölmiðlamanna var þetta þó iðulega lagt til jafns við spillingu og á Alþingi var spurt hvaða stofnun ríkisins gengi lengst í þessu efni, með öðrum orðum væri spilltust. Og viti menn Vegagerðin var þarna ofarlega ef ekki efst á blaði. Vegna þess að þar væri spillingin mest? Nei, að sjálfsögðu ekki. Heldur vegna hins að þar snerist starfið hjá mörgum um að keyra um vegakerfi landsins í starfslegum erindagjörðum, iðulega á eigin bifreiðum þegar það þótti hagkvæmara en að setja ríkisbíl undir hvern rass. Akstursgreiðslur eru til að koma í veg fyrir að hlutaðeigandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa tilkostnað við starf sitt og eru dagpeningar og annar ferðakostnaður að sjálfsögðu af sama toga.Eiga fundirnir rétt á sér? Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi: „Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt.“ Meintur glæpur Alþingis sýnist mér hafa verið að segja aðeins til um hvaða reglur giltu um fjármögnun utanferða. Fréttablaðið vildi kennitölur. Ekki er ég mótfallinn því. Mér finnst sjálfsagt að ferðalög þingmanna á vegum skattgreiðenda séu til skoðunar og umræðu í fjölmiðlum, ekki síður en aðrar greiðslur til þeirra. En hvernig væri að nálgast málið líka á annan hátt og spyrja um mikilvægi funda? Og fyrst farið er að rýna í fundargerðir eins og fram kemur í framangreindri tilvitnun, hvers vegna ekki skoða þær efnislega og grennslast fyrir um hvað menn eru að gera á þessum fundum og reyna að meta hvers virði þeir eru?Orðið við óskum Fréttablaðsins Og kem ég þar að umfjöllun Fréttablaðsins þar sem utanferðir mínar eru tíundaðar. Þessa grein skrifa ég reyndar til að verða við óskum blaðsins um gagnsæi. Því þær eiga rétt á sér. Ég er einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðsins og sit auk þess í fjórum nefndum á vegum ráðsins, heilbrigðis- og félagsmálanefnd, flóttamannanefnd, eftirlitsnefnd og nefnd um lög og reglur Evrópuráðsins. Þetta þýðir að ég sæki vikulöng þing Evrópuráðsins fjórum sinnum á ári og þrisvar til fjórum sinnum sæki ég nefndafundi. Þetta kostar tæpar tvær milljónir króna á ári hverju og skiptist á síðasta ári þannig hvað mig varðar: Fargjöld: 847.958kr. Dagpeningar: 660.779 kr. Hótel: 473.612 kr. Samtals: 1.982.349 kr.Á að hætta samstarfinu? Fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins eru þrír og án þess að gera mitt framlag að umtalsefni, það geta menn kynnt sér í skrifum mínum að loknum nánast öllum fundum og ráðstefnum sem ég hef sótt, þá vil ég fullyrða að samþingmenn mínir í þessu starfi leggja mikið og gott starf af mörkum. En ræðum málið fyrir alla muni. Vilja menn að við hættum þessu samstarfi? Ekki vil ég það. Vil reyndar að við eflum þetta starf en þess má geta að við erum eina þjóðin af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins sem ekki hefur sendifulltrúa í þessari miðstöð mannréttinda. Á mannréttindastarfið í Strasbourg vil ég leggja áherslu en síður á starf á vegum Evrópusambandsins sem að undanförnu hefur verið stóraukið. Ég er sömuleiðis því fylgjandi að við endurskoðum aðkomu okkar að NATO og hugsanlega einhverri annarri starfsemi á erlendum vettvangi. Annað ber hugsanlega að efla. Ég hvet Fréttablaðið til umfjöllunar um þessi mál.Ræðum innihaldið Ég styð það að ferðareikningar alþingismanna séu uppi á borði og sýnilegir. En ég hvet til þess að umræðan um þá verði látin hverfast um tilgang og innihald. Ef eitthvað hins vegar er óeðlilegt í greiðslum til alþingismanna eða annarra og skattlagningu slíkra greiðslna, þá þarf að sjálfsögðu að taka þá umræðu undanbragðalaust og ef eitthvað er ekki sem skyldi í því efni þarf að laga það.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun