Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Öryggisráðstafanir hafa verið hertar víða í Evrópu. Þarna hefur vopnaður lögreglumaður komið sér fyrir á götu í Róm. Fréttablaðið/EPA François Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að óska eftir aðstoð aðildarríkja Evrópusambandsins við hervarnir í kjölfar árásanna í París. Hollande vísar þar í grein númer 42,7 í stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um að varnarsamstarf aðildarríkjanna hefjist sjálfkrafa verði eitt þeirra fyrir árás. Þessa ósk byggir Hollande á því að árásin í París hafi ekki einungis verið hryðjuverk heldur í raun stríðsyfirlýsing frá Daish-samtökunum í Sýrlandi. Þessi tiltekna grein í stofnsáttmálanum hefur aldrei verið notuð, en í henni eru fyrirvarar um að stjórnskipan einstakra aðildarríkja geti komið í veg fyrir að þau taki þátt í aðgerðum á grundvelli hennar. Frakkar myndu þurfa að semja sérstaklega við hvert ESB-ríki um hernaðaraðstoð, enda er enginn sameiginlegur her ESB-ríkjanna til. Eftir sjálfsvígsárásirnar í París á föstudagskvöld voru Frakkar fljótir til að hefja loftárásir á höfuðvígi Daish í borginni Rakka í Sýrlandi. Þeim árásum hefur verið haldið áfram og Bandaríkin hafa einnig haldið loftárásum sínum áfram á Daish. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að tíu franskar herþotur hefðu gert nýjar loftárásir á Rakka í fyrrinótt. Alls hafi sextán sprengjum verið varpað á byggingu, sem notuð hefur verið undir höfuðstöðvar Daish-samtakanna. Einnig hafi verið varpað sprengjum á þjálfunarbúðir samtakanna. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir vitni á staðnum að byggingarnar hafi verið í útjaðri borgarinnar. Þær hafi verið mannlausar þegar árásirnar voru gerðar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að rússneskt herskip komi franska hernum til aðstoðar við árásirnar á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mikla trú á því að innan fárra vikna verði búið að semja um vopnhlé í Sýrlandi milli stjórnar Bashars al Assad og uppreisnarmanna, sem enn krefjast afsagnar hans. „Ég býst ekki við að nógu margir átti sig endilega á þessu. En þetta er raunveruleikinn,“ sagði Kerry við fréttamenn í París í gær. Verði vopnahlé að veruleika geti alþjóðlegt hernaðarsamstarf gegn Daish-samtökunum, sem kalla sig Íslamskt ríki, frekar náð árangri. Þessi von um vopnahlé er þó allt eins líkleg til þess að stranda, rétt eins og fyrri tilraunir, á kröfu uppreisnarmanna, Bandríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum um afsögn Assads Sýrlandsforseta. Sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Árásirnar á París síðastliðið föstudagskvöld kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Hundruð manna til viðbótar særðust. Daginn áður gerðu liðsmenn Daish-samtakanna svipaðar sjálfsvígsárásir í Beirút, höfuðborg Líbanons. Þær árásir kostuðu að minnsta kosti 43 lífið. Þar særðust einnig hundruð manna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa lítið sem ekkert sagt frá árásinni á Beirút, heldur beint athyglinni nánast eingöngu að árásinni á París. Árásarmanns leitað í BrusselLögregluyfirvöld í Belgíu telja að Salah Abdeslam, einn árásarmannanna frá París, hafi verið í Brussel og var ákaft leitað að honum þar í borg í gær. Abdeslam komst undan eftir árásirnar á föstudagskvöld og hélt beina leið til Belgíu. Hann var stöðvaður stuttlega á landamærunum en látinn laus. „Við vitum að hann hefur verið í Brussel. Fyrir sólarhring var hann í Molenbeek,“ höfðu fjölmiðlar eftir belgískum embættismanni í gær. Abdesalem er úr Molenbeek-hverfinu í Brussel, rétt eins og Abdelhamid Abaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París. Abaoud er hins vegar talinn vera í Sýrlandi. Fleiri herskáir íslamistar haft tengsl við þetta hverfi í Brussel, þar á meðal Amady Coulibaly, sem tók gísla í matvöruverslun í París í janúar síðastliðnum um leið og tveir aðrir hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo. Franska lögreglan hefur kallað út meira en hundrað þúsund manna lið lögreglu til þess að rannsaka árásirnar í París og leita uppi einstaklinga sem gætu tengst þeim. Vitað er um átta menn, sem gerðu árásirnar sjálfar. Sex þeirra hafa verið nafngreindir en frönsk yfirvöld hafa enn ekki nafngreint tvo. Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
François Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að óska eftir aðstoð aðildarríkja Evrópusambandsins við hervarnir í kjölfar árásanna í París. Hollande vísar þar í grein númer 42,7 í stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um að varnarsamstarf aðildarríkjanna hefjist sjálfkrafa verði eitt þeirra fyrir árás. Þessa ósk byggir Hollande á því að árásin í París hafi ekki einungis verið hryðjuverk heldur í raun stríðsyfirlýsing frá Daish-samtökunum í Sýrlandi. Þessi tiltekna grein í stofnsáttmálanum hefur aldrei verið notuð, en í henni eru fyrirvarar um að stjórnskipan einstakra aðildarríkja geti komið í veg fyrir að þau taki þátt í aðgerðum á grundvelli hennar. Frakkar myndu þurfa að semja sérstaklega við hvert ESB-ríki um hernaðaraðstoð, enda er enginn sameiginlegur her ESB-ríkjanna til. Eftir sjálfsvígsárásirnar í París á föstudagskvöld voru Frakkar fljótir til að hefja loftárásir á höfuðvígi Daish í borginni Rakka í Sýrlandi. Þeim árásum hefur verið haldið áfram og Bandaríkin hafa einnig haldið loftárásum sínum áfram á Daish. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að tíu franskar herþotur hefðu gert nýjar loftárásir á Rakka í fyrrinótt. Alls hafi sextán sprengjum verið varpað á byggingu, sem notuð hefur verið undir höfuðstöðvar Daish-samtakanna. Einnig hafi verið varpað sprengjum á þjálfunarbúðir samtakanna. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir vitni á staðnum að byggingarnar hafi verið í útjaðri borgarinnar. Þær hafi verið mannlausar þegar árásirnar voru gerðar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að rússneskt herskip komi franska hernum til aðstoðar við árásirnar á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mikla trú á því að innan fárra vikna verði búið að semja um vopnhlé í Sýrlandi milli stjórnar Bashars al Assad og uppreisnarmanna, sem enn krefjast afsagnar hans. „Ég býst ekki við að nógu margir átti sig endilega á þessu. En þetta er raunveruleikinn,“ sagði Kerry við fréttamenn í París í gær. Verði vopnahlé að veruleika geti alþjóðlegt hernaðarsamstarf gegn Daish-samtökunum, sem kalla sig Íslamskt ríki, frekar náð árangri. Þessi von um vopnahlé er þó allt eins líkleg til þess að stranda, rétt eins og fyrri tilraunir, á kröfu uppreisnarmanna, Bandríkjanna og fleiri ríkja á Vesturlöndum um afsögn Assads Sýrlandsforseta. Sjálfur hefur hann ekki tekið slíkt í mál. Árásirnar á París síðastliðið föstudagskvöld kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Hundruð manna til viðbótar særðust. Daginn áður gerðu liðsmenn Daish-samtakanna svipaðar sjálfsvígsárásir í Beirút, höfuðborg Líbanons. Þær árásir kostuðu að minnsta kosti 43 lífið. Þar særðust einnig hundruð manna. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa lítið sem ekkert sagt frá árásinni á Beirút, heldur beint athyglinni nánast eingöngu að árásinni á París. Árásarmanns leitað í BrusselLögregluyfirvöld í Belgíu telja að Salah Abdeslam, einn árásarmannanna frá París, hafi verið í Brussel og var ákaft leitað að honum þar í borg í gær. Abdeslam komst undan eftir árásirnar á föstudagskvöld og hélt beina leið til Belgíu. Hann var stöðvaður stuttlega á landamærunum en látinn laus. „Við vitum að hann hefur verið í Brussel. Fyrir sólarhring var hann í Molenbeek,“ höfðu fjölmiðlar eftir belgískum embættismanni í gær. Abdesalem er úr Molenbeek-hverfinu í Brussel, rétt eins og Abdelhamid Abaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París. Abaoud er hins vegar talinn vera í Sýrlandi. Fleiri herskáir íslamistar haft tengsl við þetta hverfi í Brussel, þar á meðal Amady Coulibaly, sem tók gísla í matvöruverslun í París í janúar síðastliðnum um leið og tveir aðrir hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur skoptímaritsins Charlie Hebdo. Franska lögreglan hefur kallað út meira en hundrað þúsund manna lið lögreglu til þess að rannsaka árásirnar í París og leita uppi einstaklinga sem gætu tengst þeim. Vitað er um átta menn, sem gerðu árásirnar sjálfar. Sex þeirra hafa verið nafngreindir en frönsk yfirvöld hafa enn ekki nafngreint tvo.
Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira