Innlent

Prófessorar búnir að semja

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Félag prófessora hefur undirritað nýjan kjarasamning við ríkið. Það var gert í gærkvöldi og verði samningurinn samþykktur af félagsmönnum, verður þeim verkfallsaðgerðum sem boðaðar voru í desember aflýst.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Samningafundur stóð yfir í ellefu tíma í gær.

Prófessorar við háskóla landsins stefnu á verkfall á próftíma í næsta mánuði. Samkvæmt RÚV gildir samningurinn til ársins 2019, en með forsenduákvæðum sem tengjast launaþróun á almennum vinnumarkaði.

Þá mun niðurstaða um hvort að samningurinn verður samþykktur af félagsmönnum Félags prófessora liggja fyrir í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×