Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-22 | Sjöundi sigur Fram í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 16. nóvember 2015 22:00 Guðmundur Hólmar Helgasson er nýjasti landsliðsmaður Íslands. vísir/vilhelm Fram vann sinn sjöunda sigur í röð þegar liðið sótti topplið Vals heim í kvöld. Valsmenn voru með yfirhöndina framan af leik en Framarar áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og voru sterkari í þeim seinni. Lokatölur 19-22, Fram í vil. Fram hefur sem áður sagði unnið sjö leiki í röð og það er auðvelt að sjá af hverju. Vörn liðsins er sterk og stöðug og fyrir aftan hana hefur Kristófer Guðmundsson átt gott tímabil. Sóknarleikur Fram er betri en undanfarin tvö ár en þó langt frá því að vera fullkominn. Með agaðari sóknarleik og meiri skynsemi hefði liðsins t.a.m. klárað leikinn í kvöld miklu fyrr en það gerði. En sökum öflugs varnarleiks, góðrar markvörslu og sterkrar liðsheildar eiga lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar möguleika á sigri í hverjum einasta leik og það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera gegn Íslandsmeisturum Hauka í næstu umferð. Valsmenn hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru búnir að missa toppsætið til Hauka. Varnarleikur beggja liða var sterkur í fyrri hálfleik og hart tekist á enda voru brottvísanirnar alls níu talsins. Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson fékk þrjár þeirra en hann lauk leik strax á 19. mínútu eftir að hafa fengið sína aðra brottvísun fyrir brot og síðan þá þriðju strax á eftir fyrir mótmæli. Afar klaufalega gert. Annars byrjuðu Valsmenn leikinn betur og komust í tvígang tveimur mörkum yfir. Hlynur Morthens átti afbragðs góðan leik í markinu, sérstaklega framan af í fyrri hálfleik, þegar heimamönnum gekk hvað best. Geir Guðmundsson kom Val tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þessar síðustu 10 mínútur voru gestirnir sterkari aðilinn. Þeir skoruðu sex af síðustu átta mörkum fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 10-12. Bæði lið voru í vandræðum í sókninni í byrjun seinni hálfleiks en Framarar héldu þó alltaf 2-3 marka forystu. Vignir Stefánsson, besti leikmaður Vals í kvöld ásamt Hlyni, var öflugur um miðbik seinni hálfleiks en hann stal boltanum í tvígang, brunaði upp og skoraði. Vignir skoraði alls sex mörk í kvöld og markahæstur í liði Vals. Í stöðunni 15-18, þegar 13 mínútur lifðu leiks, átti sér stað umdeilt atvik þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk sína þriðju brottvísun fyrir heldur litlar sakir. Það munaði mikið um Guðmund á lokakaflanum, þótt hann hafi ekki náð sér á strik í sókninni þær 47 mínútur sem hann spilaði. Guðmundur skoraði aðeins tvö mörk úr sjö skotum en frændi hans að norðan, Geir, átti einnig erfitt uppdráttar. Kristófer var hreinlega með hann í vasanum í kvöld og las skotin hans hvað eftir annað eins og opna bók. Samtals skoruðu þeir Guðmundur og Geir aðeins fjögur mörk úr 17 skotum. Þorgrímur Smári Ólafsson kom gestunum fjórum mörkum yfir, 16-20, þegar 12 mínútur voru eftir og sigur Fram virtist í höfn. Gestirnir spiluðu hins vegar illa úr sínu í sókninni á lokakaflanum og Valsmenn voru fyrir vikið alltaf inni í leiknum. Daníel Ingason skoraði tvö mörk í röð og minnkaði muninn niður í tvö mörk, 19-21, en reynsluboltinn Stefán Baldvin Stefánsson kláraði loks dæmið fyrir Fram þegar hann skoraði 22. mark þeirra, mínútu fyrir leikslok. Lokatölur 19-22, Fram í vil. Þorgrímur, Garðar B. Sigurjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu allir fjögur mörk fyrir Fram en Kristófer varði 17 skot (47%). Hlynur og Vignir stóðu upp úr í liði Vals. Hlynur átti frábæran leik í markinu og varði 24 skot (52%) en Vignir var markahæstur Valsmanna með sex mörk. Orri Freyr Gíslason kom næstur með fjögur mörk.Óskar Bjarni: Þetta er ekki marktækt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var langt frá því að vera sáttur eftir annað tap hans manna í röð í Olís-deildinni. "Sóknarleikur var erfiður. Við vorum hægir og drippluðum of mikið. Þeir voru ákveðnir og við komust einhvern veginn aldrei í neinn takt í sókninni. "Svo veit ég ekki hvað við vorum oft út af í þessum leik," sagði Óskar sem var mjög ósáttur með dómgæslu þeirra Gísla Jóhannssonar og Hafsteins Ingibergssonar í kvöld en tveir leikmenn Vals fengu að líta rauða spjaldið vegna þriggja brottvísanna; Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason. "Það hallaði verulega á okkur, þetta var út í hött. Fyrra rauða spjaldið er alveg rétt, hann á ekki að rífa kjaft með tvær brottvísanir á bakinu. "En að reka út af í hraðaupphlaupinu þar sem hann (Guðmundur) er að passa sig og maðurinn rennur. Það sáu allir í húsinu að þetta var bull. Mér fannst þetta ekki marktækt. Ég verð bara að segja eins og er," sagði Óskar, afar ósáttur. Þjálfarinn sagði það slæmt að hafa ekki náð að nýta stórleik Hlyns Morthens sem varði 24 skot í marki Vals. "Það er alveg fáránlegt, vörnin var líka allt í lagi. En við náðum ekki hraðaupphlaupunum og vorum ekki nógu hreyfanlegir og góðir í sókninni," sagði Óskar Bjarni að endingu.Guðlaugur: Erum orðnir mjög öruggir í varnarleiknum Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, var öllu glaðari en kollegi hans hjá Val eftir leik liðanna í 13. umferð Olís-deildarinnar í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Fram í röð en liðið hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. "Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Að koma hingað og vinna toppliðið á þeirra eigin heimavelli er mjög sterkt hjá okkur. "Liðsheildin skóp þennan sigur hjá okkur, baráttan og varnarleikurinn og svo var Kristófer (Guðmundsson) góður í markinu. Sóknarleikurinn var lengst af agaður en svo misstum við tökin inn á milli," sagði Guðlaugur sem viðurkenndi að hans menn hefðu getað klárað leikinn mun fyrr með betri sóknarleik. "Bubbi (Hlynur Morthens) varði vel, dauðafæri og hraðaupphlaup, og við áttum að geta klárað leikinn betur. Við erum að vinna í þessum hlutum, að klára leikina betur. "Það er eitthvað sem kemur bara. Við erum ungir og æstir og það vinnur bæði með og á móti okkur. En liðsheildin hjá okkur var á heildina litið sterk," sagði Guðlaugur sem er ánægður með varnarleik Fram og stöðugleikann sem Kristófer hefur sýnt í markinu. "Kristófer er flottur fyrir aftan vörnina og mjög stöðugur. Varnarleikurinn hjá okkur er orðinn mjög góður og við erum orðnir mjög öruggir í þessari vörn (3-2-1). Það skóp þennan sigur í dag," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Fram vann sinn sjöunda sigur í röð þegar liðið sótti topplið Vals heim í kvöld. Valsmenn voru með yfirhöndina framan af leik en Framarar áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og voru sterkari í þeim seinni. Lokatölur 19-22, Fram í vil. Fram hefur sem áður sagði unnið sjö leiki í röð og það er auðvelt að sjá af hverju. Vörn liðsins er sterk og stöðug og fyrir aftan hana hefur Kristófer Guðmundsson átt gott tímabil. Sóknarleikur Fram er betri en undanfarin tvö ár en þó langt frá því að vera fullkominn. Með agaðari sóknarleik og meiri skynsemi hefði liðsins t.a.m. klárað leikinn í kvöld miklu fyrr en það gerði. En sökum öflugs varnarleiks, góðrar markvörslu og sterkrar liðsheildar eiga lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar möguleika á sigri í hverjum einasta leik og það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera gegn Íslandsmeisturum Hauka í næstu umferð. Valsmenn hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru búnir að missa toppsætið til Hauka. Varnarleikur beggja liða var sterkur í fyrri hálfleik og hart tekist á enda voru brottvísanirnar alls níu talsins. Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson fékk þrjár þeirra en hann lauk leik strax á 19. mínútu eftir að hafa fengið sína aðra brottvísun fyrir brot og síðan þá þriðju strax á eftir fyrir mótmæli. Afar klaufalega gert. Annars byrjuðu Valsmenn leikinn betur og komust í tvígang tveimur mörkum yfir. Hlynur Morthens átti afbragðs góðan leik í markinu, sérstaklega framan af í fyrri hálfleik, þegar heimamönnum gekk hvað best. Geir Guðmundsson kom Val tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þessar síðustu 10 mínútur voru gestirnir sterkari aðilinn. Þeir skoruðu sex af síðustu átta mörkum fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 10-12. Bæði lið voru í vandræðum í sókninni í byrjun seinni hálfleiks en Framarar héldu þó alltaf 2-3 marka forystu. Vignir Stefánsson, besti leikmaður Vals í kvöld ásamt Hlyni, var öflugur um miðbik seinni hálfleiks en hann stal boltanum í tvígang, brunaði upp og skoraði. Vignir skoraði alls sex mörk í kvöld og markahæstur í liði Vals. Í stöðunni 15-18, þegar 13 mínútur lifðu leiks, átti sér stað umdeilt atvik þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk sína þriðju brottvísun fyrir heldur litlar sakir. Það munaði mikið um Guðmund á lokakaflanum, þótt hann hafi ekki náð sér á strik í sókninni þær 47 mínútur sem hann spilaði. Guðmundur skoraði aðeins tvö mörk úr sjö skotum en frændi hans að norðan, Geir, átti einnig erfitt uppdráttar. Kristófer var hreinlega með hann í vasanum í kvöld og las skotin hans hvað eftir annað eins og opna bók. Samtals skoruðu þeir Guðmundur og Geir aðeins fjögur mörk úr 17 skotum. Þorgrímur Smári Ólafsson kom gestunum fjórum mörkum yfir, 16-20, þegar 12 mínútur voru eftir og sigur Fram virtist í höfn. Gestirnir spiluðu hins vegar illa úr sínu í sókninni á lokakaflanum og Valsmenn voru fyrir vikið alltaf inni í leiknum. Daníel Ingason skoraði tvö mörk í röð og minnkaði muninn niður í tvö mörk, 19-21, en reynsluboltinn Stefán Baldvin Stefánsson kláraði loks dæmið fyrir Fram þegar hann skoraði 22. mark þeirra, mínútu fyrir leikslok. Lokatölur 19-22, Fram í vil. Þorgrímur, Garðar B. Sigurjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu allir fjögur mörk fyrir Fram en Kristófer varði 17 skot (47%). Hlynur og Vignir stóðu upp úr í liði Vals. Hlynur átti frábæran leik í markinu og varði 24 skot (52%) en Vignir var markahæstur Valsmanna með sex mörk. Orri Freyr Gíslason kom næstur með fjögur mörk.Óskar Bjarni: Þetta er ekki marktækt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var langt frá því að vera sáttur eftir annað tap hans manna í röð í Olís-deildinni. "Sóknarleikur var erfiður. Við vorum hægir og drippluðum of mikið. Þeir voru ákveðnir og við komust einhvern veginn aldrei í neinn takt í sókninni. "Svo veit ég ekki hvað við vorum oft út af í þessum leik," sagði Óskar sem var mjög ósáttur með dómgæslu þeirra Gísla Jóhannssonar og Hafsteins Ingibergssonar í kvöld en tveir leikmenn Vals fengu að líta rauða spjaldið vegna þriggja brottvísanna; Sveinn Aron Sveinsson og Guðmundur Hólmar Helgason. "Það hallaði verulega á okkur, þetta var út í hött. Fyrra rauða spjaldið er alveg rétt, hann á ekki að rífa kjaft með tvær brottvísanir á bakinu. "En að reka út af í hraðaupphlaupinu þar sem hann (Guðmundur) er að passa sig og maðurinn rennur. Það sáu allir í húsinu að þetta var bull. Mér fannst þetta ekki marktækt. Ég verð bara að segja eins og er," sagði Óskar, afar ósáttur. Þjálfarinn sagði það slæmt að hafa ekki náð að nýta stórleik Hlyns Morthens sem varði 24 skot í marki Vals. "Það er alveg fáránlegt, vörnin var líka allt í lagi. En við náðum ekki hraðaupphlaupunum og vorum ekki nógu hreyfanlegir og góðir í sókninni," sagði Óskar Bjarni að endingu.Guðlaugur: Erum orðnir mjög öruggir í varnarleiknum Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, var öllu glaðari en kollegi hans hjá Val eftir leik liðanna í 13. umferð Olís-deildarinnar í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Fram í röð en liðið hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. "Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Að koma hingað og vinna toppliðið á þeirra eigin heimavelli er mjög sterkt hjá okkur. "Liðsheildin skóp þennan sigur hjá okkur, baráttan og varnarleikurinn og svo var Kristófer (Guðmundsson) góður í markinu. Sóknarleikurinn var lengst af agaður en svo misstum við tökin inn á milli," sagði Guðlaugur sem viðurkenndi að hans menn hefðu getað klárað leikinn mun fyrr með betri sóknarleik. "Bubbi (Hlynur Morthens) varði vel, dauðafæri og hraðaupphlaup, og við áttum að geta klárað leikinn betur. Við erum að vinna í þessum hlutum, að klára leikina betur. "Það er eitthvað sem kemur bara. Við erum ungir og æstir og það vinnur bæði með og á móti okkur. En liðsheildin hjá okkur var á heildina litið sterk," sagði Guðlaugur sem er ánægður með varnarleik Fram og stöðugleikann sem Kristófer hefur sýnt í markinu. "Kristófer er flottur fyrir aftan vörnina og mjög stöðugur. Varnarleikurinn hjá okkur er orðinn mjög góður og við erum orðnir mjög öruggir í þessari vörn (3-2-1). Það skóp þennan sigur í dag," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira