Litlar sálir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Þegar ég var 11 ára byrjaði ég í nýjum skóla og var skítstressuð. Reif kjaft og var með stæla til að fela það. Eins og maður gerir. Það var önnur stelpa að byrja í bekknum um leið og ég. Hún var með undarlega hárgreiðslu og í öðruvísi fötum. Pollróleg og yfirveguð. Það gerði hana ótrúlega spennandi og svo var hún fjandi falleg. Sorakjafturinn á litla gerpinu varð máttlaus og féll í skuggann af þessari spékoppagyðju. Það er nefnilega tækifæri falið í að vera nýja stelpan. Allar stelpurnar vilja vera memm. Strákarnir henda óvenju mörgum snjóboltum í mann. Fáránlega skemmtilegt! En það var eyðilagt fyrir mér. Hún fékk alla snjóboltana. Í hormónaleikjunum í frímínútum eltust allir strákarnir við hana og eftir viku voru flestir búnir að ná að klína klístruðum kossi á kinnina á henni. Henni fannst það ógeðslegt. En ég varð öfundsjúk. Og svo varð ég grimm. Og við vorum það allar. Þá byrjaði það. Spékoppagyðjan er dræsa! Strákasleikja sem kyssir alla. Við baktöluðum hana í stöppu. Og strákarnir heyrðu það. Og loksins varð glatað að vera skotinn í henni. Strákarnir fundu sniðug uppnefni. Ég hló þannig að mig verkjaði í maga. Og hjarta. Svo fór ég heim með henni eftir skóla að borða ristað brauð. Strákarnir voru vondir við hana en við stelpurnar vorum skrímslin. Um helgina las ég viðtal við stúlku sem var kölluð sjálfsalinn alla menntaskólagönguna. Því hún kyssti þrjá stráka á einni helgi og skólabræður hennar skrifuðu um það í fréttapésa. Ég hélt í alvöru að eftir margra ára opna umræðu væri búið að grafa drusluna. Að krakkar í dag væru klárari og meira töff. En „helvítis druslan“ lifir greinilega góðu lífi og er enn eitt beittasta vopnið í búri öfundsjúkra kvenna og óöruggra karla sem kunna ekki að verið fyndnir án þess að níðast á öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Stimpluð drusla sem busi og kölluð sjálfsalinn Álfheiður Marta var ein af mörgum sem voru teknar fyrir í skólablaði MH og stimplaðar druslur. Hún skilur nú að hún átti stimpilinn ekki skilið. 14. nóvember 2015 07:00 Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans Formaður NFME segir slúðurblað skólans, Pésann, vera barn síns tíma. Nemendur í MH hafa fengið áminningar vegna alvarlegra aðdróttana og eineltis í Fréttapésa skólans. Stúlkur eru ekki síður aðgangsharðar við stúlkur en strákar. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson Skoðun
Þegar ég var 11 ára byrjaði ég í nýjum skóla og var skítstressuð. Reif kjaft og var með stæla til að fela það. Eins og maður gerir. Það var önnur stelpa að byrja í bekknum um leið og ég. Hún var með undarlega hárgreiðslu og í öðruvísi fötum. Pollróleg og yfirveguð. Það gerði hana ótrúlega spennandi og svo var hún fjandi falleg. Sorakjafturinn á litla gerpinu varð máttlaus og féll í skuggann af þessari spékoppagyðju. Það er nefnilega tækifæri falið í að vera nýja stelpan. Allar stelpurnar vilja vera memm. Strákarnir henda óvenju mörgum snjóboltum í mann. Fáránlega skemmtilegt! En það var eyðilagt fyrir mér. Hún fékk alla snjóboltana. Í hormónaleikjunum í frímínútum eltust allir strákarnir við hana og eftir viku voru flestir búnir að ná að klína klístruðum kossi á kinnina á henni. Henni fannst það ógeðslegt. En ég varð öfundsjúk. Og svo varð ég grimm. Og við vorum það allar. Þá byrjaði það. Spékoppagyðjan er dræsa! Strákasleikja sem kyssir alla. Við baktöluðum hana í stöppu. Og strákarnir heyrðu það. Og loksins varð glatað að vera skotinn í henni. Strákarnir fundu sniðug uppnefni. Ég hló þannig að mig verkjaði í maga. Og hjarta. Svo fór ég heim með henni eftir skóla að borða ristað brauð. Strákarnir voru vondir við hana en við stelpurnar vorum skrímslin. Um helgina las ég viðtal við stúlku sem var kölluð sjálfsalinn alla menntaskólagönguna. Því hún kyssti þrjá stráka á einni helgi og skólabræður hennar skrifuðu um það í fréttapésa. Ég hélt í alvöru að eftir margra ára opna umræðu væri búið að grafa drusluna. Að krakkar í dag væru klárari og meira töff. En „helvítis druslan“ lifir greinilega góðu lífi og er enn eitt beittasta vopnið í búri öfundsjúkra kvenna og óöruggra karla sem kunna ekki að verið fyndnir án þess að níðast á öðrum.
Stimpluð drusla sem busi og kölluð sjálfsalinn Álfheiður Marta var ein af mörgum sem voru teknar fyrir í skólablaði MH og stimplaðar druslur. Hún skilur nú að hún átti stimpilinn ekki skilið. 14. nóvember 2015 07:00
Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans Formaður NFME segir slúðurblað skólans, Pésann, vera barn síns tíma. Nemendur í MH hafa fengið áminningar vegna alvarlegra aðdróttana og eineltis í Fréttapésa skólans. Stúlkur eru ekki síður aðgangsharðar við stúlkur en strákar. 17. nóvember 2015 06:00
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun