Hryðjuverk í brennidepli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Vel fór á með Sanders og Clinton eftir kappræðurnar. Nordicphotos/AFP Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00