Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Anton Ingi Leifsson skrifar 14. nóvember 2015 21:27 Katrín Tanja og Ragnheiður Sara i baráttunni í dag. vísir/daníel Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari, skellti sér í Digranesið og tók þessar myndir sem má sjá hér að neðan. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, er efstur með 472 stig. Hann er með tólf stiga forskot á Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, sem er í öðru sætinu með 460 stig. Í þriðja sætinu er Sigurður Þrastarson með 413 stig. Björgvin Karl sló rækilega í gegn á síðustu heimsmeistaraleikunum, en þar lenti hann meðal annars í þriðja sæti. Hann hefur góða forystu fyrir síðasta daginn, en fimm greinar eru á dagskrá á morgun. Í kvennaflokki er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, efst með 522 stig. Hún er með forystu á Íslandsmeistarann frá því í fyrra, Þuríði Erlu Helgadóttur úr Crossfit Sport, sem er með 504 stig. Í þriðja sæti kemur svo Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir með 494 stig, en hún lenti í þriðja sæti á síðustu heimsleikum. Keppt er í opnum flokkum karla og kvenna en einnig eru aldursskiptir flokkar 35 ára og eldri. Öll nánari úrslit má finna hér.Vísir/Daníel CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari, skellti sér í Digranesið og tók þessar myndir sem má sjá hér að neðan. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, er efstur með 472 stig. Hann er með tólf stiga forskot á Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, sem er í öðru sætinu með 460 stig. Í þriðja sætinu er Sigurður Þrastarson með 413 stig. Björgvin Karl sló rækilega í gegn á síðustu heimsmeistaraleikunum, en þar lenti hann meðal annars í þriðja sæti. Hann hefur góða forystu fyrir síðasta daginn, en fimm greinar eru á dagskrá á morgun. Í kvennaflokki er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, efst með 522 stig. Hún er með forystu á Íslandsmeistarann frá því í fyrra, Þuríði Erlu Helgadóttur úr Crossfit Sport, sem er með 504 stig. Í þriðja sæti kemur svo Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir með 494 stig, en hún lenti í þriðja sæti á síðustu heimsleikum. Keppt er í opnum flokkum karla og kvenna en einnig eru aldursskiptir flokkar 35 ára og eldri. Öll nánari úrslit má finna hér.Vísir/Daníel
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum