Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2015 20:30 Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar. Vísir/AFP Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59