Baldur: KR sýndi lítinn sem engan áhuga | Kemur heim sem betri leikmaður Anton Ingi Leifsson skrifar 14. nóvember 2015 13:31 Baldur spilar á gervigrasinu á næstu leiktíð í bláa búningnum. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira