Hatrið má ekki sigra Þórunn Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 12:03 Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hryðjuverk í París Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun