„Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2015 23:37 Tónleikargesti flýja af tónleikum Eagles of Death Metal. vísir/epa „Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
„Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30