Hvernig get ég notið munnmaka betur? Sigga Dögg skrifar 13. nóvember 2015 14:30 Vísir/Getty Spurning: Þannig er mál með vexti að ég get ekki fyrir mitt litla líf leyft mér að njóta þess þegar karlmaður fer niður á mig. Það tekur mig lágmark tíu mínútur að róa mig niður og hætta að vera svona hryllilega sjálfsmeðvituð og áhyggjufull (er ég asnaleg, hvernig á ég að liggja, er vont bragð o.fl.) og þá er kauði náttúrulega orðinn ansi þreyttur. Mér finnst þetta rosalega leiðinlegt af því að ég veit að ég get fengið fullnægingu í gegnum munnmök (hef upplifað það) en þessar hugsanaskekkjur eru svo hryllilegar. Ertu með einhver ráð?Woman peeking behind duvetSvar: Þetta er furðu algengt og hugsa margir, hvort sem þeir þiggja eða njóta munnmaka, um bragð og lykt kynfæranna. Mig grunar að þetta sé sérstaklega slæmt þegar kemur að píkum því umræðan um þær er ekki jákvæð þegar kemur að lykt. Henni er oft líkt við úldinn fisk eða illaþefjandi fisk, talað um túrlykt (greinilegt áhyggjuefni dömubindaframleiðenda sem settu blómalykt í bindin), framleidd eru sérstök ilmefni fyrir píkuna og talað um píkulykt sem eitthvað sé að. Hún er ekki lyktarlaus né bragðlaus, ekki frekar en líkaminn í heild sinni, eða typpi ef um það er rætt. Það þarf viðhorfsbreytingu og aðra umræðuhefð í tengslum við kynfærin, sérstaklega píkuna, þegar kemur að lykt og bragði. Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú talar um hugsanavillur. Ef þér líður betur að vera nýkomin úr sturtu þá er það allt í góðu og ekki þarf að skola hana sérstaklega eða sápa, en ef það hentar ekki þá gætir þú bleytt klósettpappír og skeint þér inni á salerni fyrir munnmök, ef áhyggjuefnið er til dæmis útferð. Sumir nota sleipiefni með bragði, ég held persónulega að píkubragð fæli ekki frá en á leið þinni til að slaka á þá gæti þetta verið tímabundin lausn, allavega tilraun. Svo er líka allt í lagi að ræða þetta við bólfélagann sem getur þá hughreyst þig. Það er erfitt að njóta munnmaka nema einmitt maður leyfi sér að njóta þeirra. Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið
Spurning: Þannig er mál með vexti að ég get ekki fyrir mitt litla líf leyft mér að njóta þess þegar karlmaður fer niður á mig. Það tekur mig lágmark tíu mínútur að róa mig niður og hætta að vera svona hryllilega sjálfsmeðvituð og áhyggjufull (er ég asnaleg, hvernig á ég að liggja, er vont bragð o.fl.) og þá er kauði náttúrulega orðinn ansi þreyttur. Mér finnst þetta rosalega leiðinlegt af því að ég veit að ég get fengið fullnægingu í gegnum munnmök (hef upplifað það) en þessar hugsanaskekkjur eru svo hryllilegar. Ertu með einhver ráð?Woman peeking behind duvetSvar: Þetta er furðu algengt og hugsa margir, hvort sem þeir þiggja eða njóta munnmaka, um bragð og lykt kynfæranna. Mig grunar að þetta sé sérstaklega slæmt þegar kemur að píkum því umræðan um þær er ekki jákvæð þegar kemur að lykt. Henni er oft líkt við úldinn fisk eða illaþefjandi fisk, talað um túrlykt (greinilegt áhyggjuefni dömubindaframleiðenda sem settu blómalykt í bindin), framleidd eru sérstök ilmefni fyrir píkuna og talað um píkulykt sem eitthvað sé að. Hún er ekki lyktarlaus né bragðlaus, ekki frekar en líkaminn í heild sinni, eða typpi ef um það er rætt. Það þarf viðhorfsbreytingu og aðra umræðuhefð í tengslum við kynfærin, sérstaklega píkuna, þegar kemur að lykt og bragði. Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú talar um hugsanavillur. Ef þér líður betur að vera nýkomin úr sturtu þá er það allt í góðu og ekki þarf að skola hana sérstaklega eða sápa, en ef það hentar ekki þá gætir þú bleytt klósettpappír og skeint þér inni á salerni fyrir munnmök, ef áhyggjuefnið er til dæmis útferð. Sumir nota sleipiefni með bragði, ég held persónulega að píkubragð fæli ekki frá en á leið þinni til að slaka á þá gæti þetta verið tímabundin lausn, allavega tilraun. Svo er líka allt í lagi að ræða þetta við bólfélagann sem getur þá hughreyst þig. Það er erfitt að njóta munnmaka nema einmitt maður leyfi sér að njóta þeirra.
Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið