Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Svavar Hávarðsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 133 stórmeistarar mæta til leiks í Laugardalshöll. Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent