ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2015 17:14 Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV. Vísir/Pjetur ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15