Íslenski boltinn

Stjarnan og FH berjast um Baldur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Baldur Sigurðsson gæti endað í FH.
Baldur Sigurðsson gæti endað í FH. vísir/stefán
Baldur Sigurðsson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, gæti verið á heimleið, en samningur hans við danska liðið rennur út um áramótin.

Baldur sagði við dönsku fótboltavefsíðuna bold.dk í síðasta mánuði að hann vonaðist til að fá lengri samning, en hann hefur glímt við nokkuð af meiðslum síðan hann fór til Danmerkur frá KR í fyrra.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa Stjarnan og FH haft samband við Baldur og vilja fá þennan þrítuga miðjumann í sínar raðir.

Baldur spilaði með KR frá 2009-1014 eftir að hann kom aftur úr atvinnumennsku frá Silkeborg. Hann vann íslandsmeistaratitilinn tvisvar sinnum og bikarinn þrisvar sinnum með KR áður en hann fór út til SönderjyskE.

Stjarnan þarf á miðjumanni að halda eftir að liðið missti Michael Præst til KR og Pablo Punyed til ÍBV. Þá hefur Atli Jóhannsson verið mikið meiddur.

FH sóttist eftir kröftum Baldurs þegar hann kaus að fara í KR 2009, en samkvæmt heimildum Vísis vilja Íslandsmeistararnir fá hann til sín núna komi hann heim fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×