Innlent

Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ásmundur Friðriksson
Ásmundur Friðriksson Vísir/Vilhelm
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Tilefnið var sala hlutabréfa í Símanum í seinasta mánuði en hún var afar umdeild og mikið gagnrýnd.

Viðskiptavildarvinir Arion banka fengu þá að kaupa 5 prósent hlut í Símanum áður en almennt útboð fór fram á mun lægra verði en var svo sett í útboðinu.

Þingmaðurinn sagði það gott að Arion banki hefði viðurkennt að hafa gert mistök í málinu en sagði „skítastuðulinn vera kominn upp í öll rjáfur“ hjá Símanum, líkt og fyrir hrun, sem ekki hefði ekki gert slíkt hið sama.

Sagði Ásmundur að þörf væri á þjóðarsókn gegn spillingu og hvatti Alþingi til að hætta viðskiptum við Símann. Þá hvatti þingmaðurinn auk þess alla þjóðina til að hætta viðskiptum við fyrirtækið en sjálfur ætlar hann að gera það.

Að lokinni ræðu hans árettaði Einar K. Guðfinnsson, þingforseti, að þingmenn ættu að gæta orða sinna í ræðustól Alþingis.


Tengdar fréttir

Bankastjóri Arion banka segir gagnrýnina skiljanlega

Rúmlega sex hundruð tuttugu og tveggja milljóna króna velta var með hlutabréf Símans á fyrsta degi félagsins á markaði. Forstjórar bæði Símans og Arion banka segjast sáttir við hvernig staðið var að málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×