Eitt af þremur félögum hefur samþykkt Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Leiðtogar stéttarfélaganna á tröppum stjórnarráðsins í október. Fréttablaðið/GVA Sjúkraliðar hafa samþykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mánaðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Þegar skrifað var undir samninginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvember, samþykktu 96,3 prósent sjúkraliða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niðurstöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á miðvikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar átt reglulega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjarstarfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og samþykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orkuveituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags starfsmanna Stjórnarráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samninganefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum. Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sjúkraliðar hafa samþykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mánaðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Þegar skrifað var undir samninginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvember, samþykktu 96,3 prósent sjúkraliða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niðurstöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á miðvikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar átt reglulega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjarstarfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og samþykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orkuveituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags starfsmanna Stjórnarráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samninganefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum.
Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira