Neymar sér fram á nýjan samning við Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 29. nóvember 2015 13:00 Neymar hefur verið frábær á tímabilinu. vísir/getty Neymar, brasilíski snillingurinn í liði Barcelona, segir að hann vilji binda enda á sögusagnir um að hann sé á leið burt frá Barcelona með nýjum samningi. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Neymar. Hann hefur verið sagður ósáttur með skattamálin á Spáni og einhverjir fjölmiðlar gengu svo langt að segja að hann vildi yfirgefa Spán vegna þessara mála og Manchester United var sagt áhugasamt um kappann, en Neymar segir að hann sé ekki á förum. „Ég á ennþá nokkur ár eftir af samningnum mínum og faðir minn hefur rætt varðandi mína framtíð. Það er rétt að hann sagði að skatturinn væri vandamál, en við erum að ræða það allt. Ég er enn með samning og er að sjálfsögðu áhugasamur um að skrifa undir nýjan samning," sagði Neymar. Neymar hefur verið frábær á tímabilinu og stigið rækilega upp í fjarveru Lionel Messi sem hefur verið meiddur. Hann hefur skorað sextán mörk í fjarveru Messi og þar af fjórtán í deildinni. Lionel Messi skoraði í gær sitt fyrsta mark síðan í lok september og viðurkennir Neymar að hann hafi leitað að Messi undir lokin svo hann gæti komið sér á blað á nýjan leik. „Það er rétt að í lokin leitaði ég að Messi svo hann gæti skorað. Utan vallar hjálpar hann okkur mikið. Ég er ánægður þegar Suarez og Messi skora og þeir eru það þegar ég skora." „Ég er mjög ánægður með allt sem er að gerast á þessum tímapunkti. Ég vil hjálpa félögum mínum að skora mörk og búa til mörk," sagði Neymar að lokum. Barcelona er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar, en þeir eru efstir með 33 stig. Atletico Madrid er í öðru sætinu með 29 stig og Real í því þriðja með 24. Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Neymar, brasilíski snillingurinn í liði Barcelona, segir að hann vilji binda enda á sögusagnir um að hann sé á leið burt frá Barcelona með nýjum samningi. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Neymar. Hann hefur verið sagður ósáttur með skattamálin á Spáni og einhverjir fjölmiðlar gengu svo langt að segja að hann vildi yfirgefa Spán vegna þessara mála og Manchester United var sagt áhugasamt um kappann, en Neymar segir að hann sé ekki á förum. „Ég á ennþá nokkur ár eftir af samningnum mínum og faðir minn hefur rætt varðandi mína framtíð. Það er rétt að hann sagði að skatturinn væri vandamál, en við erum að ræða það allt. Ég er enn með samning og er að sjálfsögðu áhugasamur um að skrifa undir nýjan samning," sagði Neymar. Neymar hefur verið frábær á tímabilinu og stigið rækilega upp í fjarveru Lionel Messi sem hefur verið meiddur. Hann hefur skorað sextán mörk í fjarveru Messi og þar af fjórtán í deildinni. Lionel Messi skoraði í gær sitt fyrsta mark síðan í lok september og viðurkennir Neymar að hann hafi leitað að Messi undir lokin svo hann gæti komið sér á blað á nýjan leik. „Það er rétt að í lokin leitaði ég að Messi svo hann gæti skorað. Utan vallar hjálpar hann okkur mikið. Ég er ánægður þegar Suarez og Messi skora og þeir eru það þegar ég skora." „Ég er mjög ánægður með allt sem er að gerast á þessum tímapunkti. Ég vil hjálpa félögum mínum að skora mörk og búa til mörk," sagði Neymar að lokum. Barcelona er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar, en þeir eru efstir með 33 stig. Atletico Madrid er í öðru sætinu með 29 stig og Real í því þriðja með 24.
Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti