Sigríður Björk tekur til við að leysa samskiptavanda innan yfirstjórnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. nóvember 2015 16:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir „Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira