Styrkjum lögregluna Ögmundur Jónasson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun