Umfjöllun og viðtöl: FSu - Snæfell 97-110 | Wright og Austin skutu FSu í kaf Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2015 13:13 Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli sóttu flottan sigur á Selfoss. vísir/stefán Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira