Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. vísir/valli Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur. Alþingi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur.
Alþingi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira