„Lítum á þetta sem hreingerningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2015 18:44 Ólögleg efni. vísir/getty Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu. Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara IFBB á Íslandi, voru þessir aðilar dæmdir í tveggja ára keppnisbann. „Bannið, að því gefnu að menn brjóti ekki ítrekað af sér, er tvö ár en svo bætast fjögur við ef menn verða uppvísir af einhverju meiru,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Þeir mega alveg teljast heppnir með þetta bann. „Standard“ bann er fjögur ár, ef menn falla á lyfjaprófi. En í tilvikum sem þessum er byrjað á tveimur árum.“ En hvaða áhrif hefur þetta á fitnessheiminn á Íslandi, að mati Einars? „Svona lagað hefur aldrei gerst áður, að við höfum fengið svona sterkar vísbendingar um svona athæfi. Ég tel það gott mál að það sé ákveðin tiltekt í gangi. Það er engin eftirsjá hjá keppendum sem haga sér svona,“ sagði Einar sem segir að fyrstu ábendingarnar hafi borist fyrir um 3-4 vikum. „Fyrir svona 3-4 vikum fengum við fyrstu nöfnin. Fyrst fengum við þrjú nöfn en grunaði að það væri eitthvað meira í pottinum,“ sagði Einar en sem áður sagði voru tólf manns dæmdir í keppnisbann. Upplýsingar liggja fyrir um 30 manns sem voru að selja stera í lokuðum hópum á Facebook en tólf þeirra hafa tekið þátt í vaxtarrækt og fitness og falla því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna. „Þetta er hvimleitt en ég lít á þetta sem hreingerningu,“ sagði Einar. „Það eru tólf sem varða okkur, sem hafa einhvern tímann keppt, en hinir koma okkur í rauninni ekki við. „Þetta er vandamál og það er nauðsynlegt að taka á því. Ég vona að fleiri muni höndla sín mál svona því maður verður pínu var við að aðrar íþróttagreinar setja sig á háan hest hvað þetta varðar, en við vitum að það er ekkert öðruvísi ástand annars staðar,“ sagði Einar að endingu.
Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira