Rússnesku flugmennirnir skotnir á leið til jarðar í fallhlífum Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Þeir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Tyrklandi fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins. Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira
Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins.
Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira