„Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 06:00 Alfreð í baráttu við Arsenal-manninn Alexis Sanchez í leik Olympiakos og Arsenal í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty Gríska liðið Olympiakos er sjóðheitt um þessar mundir. Liðið hefur unnið alla tíu leiki sína í grísku úrvalsdeildinni til þessa með markatölunni 28-4 og síðustu þrjá í Meistaradeild Evrópu. Grikkina vantar aðeins eitt stig til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum og það gæti komið í kvöld. Verkefnið er reyndar ærið en Olympiakos mætir þá Þýskalandsmeisturum Bayern München á Allianz-leikvanginum í München. Bayern hefur unnið alla heimaleiki sína í deildinni þar í haust og tvo leiki í Meistaradeildinni með markatölunni 10-1. Liðin eru efst og jöfn í F-riðli með níu stig hvort en Arsenal og Dinamo Zagreb eru með þrjú. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því hverjum við erum að fara að mæta,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn upp á liðshótelið í München eftir skrautlega helgi. Aflýsa þurfti leik erkifjendanna Panathinaikos og Olympiakos vegna óláta stuðningsmanna fyrrnefnda liðsins en Alfreð fékk til að mynda logandi blys í sig þegar hann var ásamt félögum sínum að taka út aðstæður á vellinum. Alfreð mun eins og fleiri sem málinu tengjast fara fyrir sérstaka nefnd í Grikklandi vegna málsins þar sem hann mun gefa skýrslu. Þangað til er honum óheimilt að ræða það við fjölmiðla. Alfreð fagnar markinu gegn Arsenal.vísir/epa Engin útivallargrýla Það átti eftir að fara nákvæmlega út í leikskipulag Olympiakos fyrir leikinn þegar Alfreð ræddi við Fréttablaðið en hann þóttist vita að liðið myndi nálgast leikinn af varfærni. „Það verður gott skipulag á liðinu, rétt eins og í fyrri leiknum,“ sagði hann en þegar liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust þá unnu Þjóðverjarnir 3-0 sigur í Piraeus. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Thomas Müller snemma í þeim síðari en hin tvö mörkin komu ekki fyrr en í blálokin og annað þeirra var víti. Grísk lið hafa sjaldnast átt góðu gengi að fagna í útileikjum í Evrópukeppni en Olympiakos hefur sýnt í ár að það getur staðið í hverjum sem er. 3-2 sigurinn á Arsenal, þar sem Alfreð skoraði eftirminnilega sigurmarkið, og 1-0 sigur á Dinamo Zagreb sýna það. „Það er allt hægt í fótbolta og við förum með rétt hugarfar í hvern einasta leik. Þegar dregið var í riðla þá reiknuðu ef til vill ekki margir með því að við færum langt en allir í klúbbnum og stuðningsmenn eru bjartsýnismenn. Það hefur allt gengið upp á tímabilinu til þessa.“ vísir/getty Þreyttur á spurningunum Alfreð hefur áður greint frá því hversu erfitt það er að sætta sig við að vera á hliðarlínunni eins og hefur oftast verið hlutskipti hans í haust. Hann var í byrjunarliðinu í fyrstu umferð deildarkeppninnar en hefur síðan komið aðeins við sögu sem varamaður, hvort sem er í deildinni heima eða í Meistaradeildinni. „Þetta gengur upp og niður hjá manni. Þetta er hugarleikfimi enda finnst engum skemmtilegt að vera í þessari stöðu,“ segir Alfreð spurður um hvernig honum gangi að halda fullri einbeitingu. „Maður er auðvitað þreyttur á spurningum um þessi mál. Þetta er svipað og með landsliðið. En ég geri allt sem ég get gert og svo er þetta í höndum annarra.“Fáránleg ákvörðun Sem fyrr segir náði Alfreð að vekja mikla athygli á sér þegar hann tryggði Olympiakos 3-2 sigur á Arsenal í Lundúnum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. En honum þykir óskiljanlegt að vita til þess að hann fékk ekki fleiri tækifæri eftir þá góða innkomu. „Það er fáránleg ákvörðun að framherji sem skorar sigurmark skuli vera settur á bekkinn næstu fjóra leiki á eftir. Það sendir ákveðin skilaboð og sýnir að maður er að synda gegn sterkum straumum. Það er greinilega búið að taka ákvörðun og ekkert sem breytir því, sama hvað gerist. Það er mjög sérstakt.“ Alfreð segir að hann hafi komið til Grikklands undir ákveðnum formerkjum og því hafi þróun mála komið honum mjög á óvart. „En svo var keyptur nýr framherji til liðsins og þá er eins og allt hafi breyst. Ég geri mér vel grein fyrir því að það er mikil samkeppni um stöður í liði sem er við það að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en manni þætti eðlilegt að samkeppnin væri sanngjörn. Mér finnst að það ekki hafa verið tilfellið.“ vísir/getty Skoða stöðuna í janúar Lánssamningur Alfreðs er til loka tímabilsins í Grikklandi en hann er á mála hjá Real Sociedad á Spáni, sem skipti nýverið um þjálfara. Alfreð útilokar ekki að skoða stöðu sína í janúar ef ekkert breytist. „Maður hefur velt öllu fyrir sér og ég útiloka ekki neitt. Maður vill auðvitað fá að spila en það er margt sem hefur áhrif á svona ákvörðun. Ég er auðvitað með samning og ég mun auðvitað virða hann.“ Þangað til að kemur að því mun Alfreð nýta öll þau tækifæri sem hann fær og hann vonast vitaskuld til þess að það komi í kvöld. „Þetta verður afar skemmtileg upplifun. Hér er gríðarlega mikil saga og hér vilja allir knattspyrnumenn fá tækifæri til að spila,“ segir Alfreð sem myndi vitanlega ekki leiðast að fá tækifæri til að taka þátt í því að valda stórliði Bayern skráveifu. „Það væri geggjað,“ segir hann og hlær. „En ég hef ekki hugsað mikið um það. Ég einbeiti mér að því að vera tilbúinn ef til mín verður leitað. Það er stærsta atriðið.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Alfreð má ekki tjá sig Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina. 23. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Gríska liðið Olympiakos er sjóðheitt um þessar mundir. Liðið hefur unnið alla tíu leiki sína í grísku úrvalsdeildinni til þessa með markatölunni 28-4 og síðustu þrjá í Meistaradeild Evrópu. Grikkina vantar aðeins eitt stig til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum og það gæti komið í kvöld. Verkefnið er reyndar ærið en Olympiakos mætir þá Þýskalandsmeisturum Bayern München á Allianz-leikvanginum í München. Bayern hefur unnið alla heimaleiki sína í deildinni þar í haust og tvo leiki í Meistaradeildinni með markatölunni 10-1. Liðin eru efst og jöfn í F-riðli með níu stig hvort en Arsenal og Dinamo Zagreb eru með þrjú. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því hverjum við erum að fara að mæta,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn upp á liðshótelið í München eftir skrautlega helgi. Aflýsa þurfti leik erkifjendanna Panathinaikos og Olympiakos vegna óláta stuðningsmanna fyrrnefnda liðsins en Alfreð fékk til að mynda logandi blys í sig þegar hann var ásamt félögum sínum að taka út aðstæður á vellinum. Alfreð mun eins og fleiri sem málinu tengjast fara fyrir sérstaka nefnd í Grikklandi vegna málsins þar sem hann mun gefa skýrslu. Þangað til er honum óheimilt að ræða það við fjölmiðla. Alfreð fagnar markinu gegn Arsenal.vísir/epa Engin útivallargrýla Það átti eftir að fara nákvæmlega út í leikskipulag Olympiakos fyrir leikinn þegar Alfreð ræddi við Fréttablaðið en hann þóttist vita að liðið myndi nálgast leikinn af varfærni. „Það verður gott skipulag á liðinu, rétt eins og í fyrri leiknum,“ sagði hann en þegar liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust þá unnu Þjóðverjarnir 3-0 sigur í Piraeus. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Thomas Müller snemma í þeim síðari en hin tvö mörkin komu ekki fyrr en í blálokin og annað þeirra var víti. Grísk lið hafa sjaldnast átt góðu gengi að fagna í útileikjum í Evrópukeppni en Olympiakos hefur sýnt í ár að það getur staðið í hverjum sem er. 3-2 sigurinn á Arsenal, þar sem Alfreð skoraði eftirminnilega sigurmarkið, og 1-0 sigur á Dinamo Zagreb sýna það. „Það er allt hægt í fótbolta og við förum með rétt hugarfar í hvern einasta leik. Þegar dregið var í riðla þá reiknuðu ef til vill ekki margir með því að við færum langt en allir í klúbbnum og stuðningsmenn eru bjartsýnismenn. Það hefur allt gengið upp á tímabilinu til þessa.“ vísir/getty Þreyttur á spurningunum Alfreð hefur áður greint frá því hversu erfitt það er að sætta sig við að vera á hliðarlínunni eins og hefur oftast verið hlutskipti hans í haust. Hann var í byrjunarliðinu í fyrstu umferð deildarkeppninnar en hefur síðan komið aðeins við sögu sem varamaður, hvort sem er í deildinni heima eða í Meistaradeildinni. „Þetta gengur upp og niður hjá manni. Þetta er hugarleikfimi enda finnst engum skemmtilegt að vera í þessari stöðu,“ segir Alfreð spurður um hvernig honum gangi að halda fullri einbeitingu. „Maður er auðvitað þreyttur á spurningum um þessi mál. Þetta er svipað og með landsliðið. En ég geri allt sem ég get gert og svo er þetta í höndum annarra.“Fáránleg ákvörðun Sem fyrr segir náði Alfreð að vekja mikla athygli á sér þegar hann tryggði Olympiakos 3-2 sigur á Arsenal í Lundúnum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. En honum þykir óskiljanlegt að vita til þess að hann fékk ekki fleiri tækifæri eftir þá góða innkomu. „Það er fáránleg ákvörðun að framherji sem skorar sigurmark skuli vera settur á bekkinn næstu fjóra leiki á eftir. Það sendir ákveðin skilaboð og sýnir að maður er að synda gegn sterkum straumum. Það er greinilega búið að taka ákvörðun og ekkert sem breytir því, sama hvað gerist. Það er mjög sérstakt.“ Alfreð segir að hann hafi komið til Grikklands undir ákveðnum formerkjum og því hafi þróun mála komið honum mjög á óvart. „En svo var keyptur nýr framherji til liðsins og þá er eins og allt hafi breyst. Ég geri mér vel grein fyrir því að það er mikil samkeppni um stöður í liði sem er við það að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en manni þætti eðlilegt að samkeppnin væri sanngjörn. Mér finnst að það ekki hafa verið tilfellið.“ vísir/getty Skoða stöðuna í janúar Lánssamningur Alfreðs er til loka tímabilsins í Grikklandi en hann er á mála hjá Real Sociedad á Spáni, sem skipti nýverið um þjálfara. Alfreð útilokar ekki að skoða stöðu sína í janúar ef ekkert breytist. „Maður hefur velt öllu fyrir sér og ég útiloka ekki neitt. Maður vill auðvitað fá að spila en það er margt sem hefur áhrif á svona ákvörðun. Ég er auðvitað með samning og ég mun auðvitað virða hann.“ Þangað til að kemur að því mun Alfreð nýta öll þau tækifæri sem hann fær og hann vonast vitaskuld til þess að það komi í kvöld. „Þetta verður afar skemmtileg upplifun. Hér er gríðarlega mikil saga og hér vilja allir knattspyrnumenn fá tækifæri til að spila,“ segir Alfreð sem myndi vitanlega ekki leiðast að fá tækifæri til að taka þátt í því að valda stórliði Bayern skráveifu. „Það væri geggjað,“ segir hann og hlær. „En ég hef ekki hugsað mikið um það. Ég einbeiti mér að því að vera tilbúinn ef til mín verður leitað. Það er stærsta atriðið.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Alfreð má ekki tjá sig Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina. 23. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Alfreð má ekki tjá sig Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina. 23. nóvember 2015 11:30