Ekki útlit fyrir að meira fé rati til Landspítalans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 15:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á þingi í morgun. vísir/pjetur Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi. Alþingi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi.
Alþingi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira