Golf

Rory McIlroy sigraði enn og aftur í Dubai

Rory kann vel við sig i Dubai
Rory kann vel við sig i Dubai Getty
Rory McIlroy og Andy Sullivan háðu harða baráttu um sigurinn á lokahringnum á Dubai World Tour meistaramótinu sem kláraðist í dag en eftir æsispennandi keppni hafði McIlroy betur.

Þetta er í þriðja sinn sem Rory sigrar í mótinu sem er lokamót Evrópumótaraðarinnar en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt góðum bónus fyrir að vera stigahæsti kylfingur mótaraðarinnar þetta tímabilið.

Hann endaði á samtals 21 höggi undir pari eftir annan frábæran hring í dag upp á 66 högg eða sex undir pari en Rory hefur nú sigrað á fjórum stórum atvinnumannamótum á árinu.

Sullivan þurfti að sætta sig við annað sætið á 20 höggum undir pari þrátt fyrir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann getur þó huggað sig við rúmlega 120 milljóna króna verðlaunafé.

Næsta tímabil á Evrópumótaröðinni hefst strax í næstu viku með Alfred Dunhil meistaramótinu sem fram fer í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×