Messi og Ronaldo eru alltaf í aðalhlutverkum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2015 08:00 Allt snýst um tvo bestu fótboltamenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, þótt sá síðarnefndi hafi ekki verið með í tvo mánuði. Fréttablaðið/AFP Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir. Spænski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir.
Spænski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira