Engin "þau“ í samfélaginu, bara "við“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Móðir Kamzy hafði áhyggjur af stjórnmálaþátttöku hennar. "Ég flúði ekki frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á þig í Noregi.“ Fréttablaðið/Ernir „Þegar ég byrjaði í gagnfræðiskóla byrjaði ég í ungmennasamtökum Tamíla af því að ég vildi vinna gegn þeirri þjóðernishyggju sem yfirvöld í Srí Lanka beittu gegn Tamílum og vinna gegn öllu því óréttlæti sem átti sér stað þar. Ég byrjaði í þessu starfi þegar ég var sextán ára,“ segir Khamshajiny Gunaratnam, gjarnan þekkt sem Kamzy, 27 ára varaborgarstjóri Óslóar, um það hvernig hún byrjaði í stjórnmálum. Hún var stödd á Íslandi um helgina til að kveikja á Óslóartrénu ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Hún kom til Noregs þegar hún var þriggja ára með mömmu sinni og bróður. Pabbi hennar bjó þegar í Norður-Noregi. „Við bjuggum fyrir norðan í um tvö ár og svo fluttum við til Óslóar af því að mamma vildi að ég lærði tamílsku, sem er móðurtunga mín. Ég bjó á nokkrum mismunandi stöðum í austur-Osló sem er mjög menningalega fjölbreytt. Þannig að það var afar gefandi tímabil. Síðan fór ég í framhaldsskóla í vestur-Osló og ég hitti mikið af mismunandi fólki sem var afar ólíkt mér sem var mikill innblástur. Það er svo áhugavert að geta búið saman í einni borg en bfólk lifir samt svo ólíkum lífsstílum.“Undir lok framhaldsskólans áttaði hún sig á því að hún þyrfti að vera mun virkari til að hugmyndir hennar næðu fram að ganga. Það var ekki nóg að starfa bara innan ungmennahreyfingar Tamíla. Nítján ára í borgarstjórnHún var í fyrsta sinn sett á framboðslista árið 2006 þegar hún var átján ára og var svo kosin í borgarstjórn þegar hún var nítján ára og varð varaborgarstjóri nú í október. „Ég var mikið með augun á skipulagsmálunum og hef líka verið í námi við mannvistarlandfræði. Ég vildi verða eitthvað á borð við formaður nefndar en svo 48 klukkustundum áður en nýja borgarstjórnin var mynduð var mér sagt að ég ætti að verða varaborgarstjóri,“ segir hún. „Ég sagði bara nei, spyrjið einhvern annan! En þau sögðu mér að við þyrftum að endurspegla nýja kynslóð og nýja hluta Óslóar og alla þá sem finnst þeir ekki hafa rödd í borgarstjórninni. Þess vegna spurðu þau mig.“ Í upphafi fannst henni þetta yfirþyrmandi af því að hún var svo ung. En hún telur að af því hún sé svo ung er mun fleira ungt fólk sem lætur sig málefni borgarinnar varða. „Til dæmis fórum við í heimssókn í skóla um daginn. Það var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis. Og þarna var strákur sem að spurði mig hvað það þýddi fyrir þau að ég væri ung og í borgarstjórn. Ég svaraði á þá vegu að í fyrsta lagi tala ég á sama hátt og þið, ég nota ekki skrifræðismál, og í öðru lagi er að þegar þú ert ungur leyfist manni að ögra kerfinu. Það er stór hluti af mér og ég vil vera þannig þegar ég verð orðin fimmtug líka,“ segir hún hlæjandi. Komst lífs af frá Útey„Foreldrar mínir koma frá landi þar sem staðan er þannig að ef þú ert Tamíli og þátttakandi í stjórnmálum þá verður þú vafalaust drepinn. Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórnmálum varð hún áhyggjufull. Það er nokkuð kaldhæðið í ljósi þess að ég eyddi miklum tíma í að segja henni að í Noregi er það öruggt að vera í stjórnmálum.“ Kamzy er ein þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik á sumarbúðir ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þann 22. júlí 2011. Hún synti til lands í stað þess að vera eftir á eyjunni. Móðir hennar var í Danmörku þennan dag en Kamzy hringdi í hana til að segja henni að hún væri örugg. „Þá sagði hún við mig að hún hefði ekki flúið frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á mig í Noregi.“ Þurfum ævilanga baráttu Kamzy fór ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Cecilie Landsverk sendirherra Noregs á Íslandi að minningarlundinum um fórnarlömbin þann 22. Júlí 2011.Mynd/ReykjavíkurborgEftir árásina í Ósló og Útey var norskt samfélag upptekið af því hvernig ætti að bregðast við eftir árásirnar. Fjölmargir dást að nálgun Norðmanna sem gjarnan endurspeglast í orðum Jens Stoltenbergs fyrrverandi forsætisráðherra Noregs: „Svarið við árásunum er meira lýðræði og opnara samfélag.“ „Ábyrgð okkar er að tryggja það að enginn alist upp til að verða hryðjuverkamaður eins og Breivik,“ segir Kamzy. „Það þýðir að öllum manneskjum finnist þau vera hluti af samfélaginu. Til dæmis erum við með 3.000 börn sem eru að bíða eftir leikskólaplássi í Ósló, við erum með mismunandi tómstundir sem eru bara aðgengilegar efnuðu fólki og foreldrum, við erum með fullt af fólki sem dettur út úr skólakerfinu. Við verðum að tryggja að fólk sé þátttakendur í öllum stigum samfélagsins. Þetta er umræðan sem við eigum að halda á lofti eftir 22. júlí.“ Hún segir að borgarstjórnin í Osló hugsi mikið út í það hvernig skipulag borgarinnar geti dregið úr öfgum og fordómum. „Í Osló hugsum við mikið um það hvernig við getum byggt borgina okkar. Til dæmis viljum við ekki byggja bara stórar íbúðir í einu hverfi og smáar annarsstaðar, heldur reynum við að byggja upp borg sem hýsir fjölbreytt samfélag. Það þýðir ekki bara að við reynum að blanda saman fólki af öllum þjóðernum heldur fólki frá öllum stigum lífsins. Hennar skilaboð eftir hryðjuverkaárásirnar í París eru þau sömu og fyrir fjórum árum. Hún segir að það sé ábyrgð allra í samfélaginu að berjast gegn öfgum. „Ég hef ávallt sagt fyrir hönd minna föllnu félaga að við þurfum ekki mínútu þögn heldur ævilanga baráttu fyrir betra samfélagi. Mín skilaboð eru þau sömu og eftir 22. júlí. Stöndum saman. Að sundra samfélaginu er sigur fyrir hryðjuverkamennina. Það eru engin „þau“ í samfélaginu, bara „við“. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Þegar ég byrjaði í gagnfræðiskóla byrjaði ég í ungmennasamtökum Tamíla af því að ég vildi vinna gegn þeirri þjóðernishyggju sem yfirvöld í Srí Lanka beittu gegn Tamílum og vinna gegn öllu því óréttlæti sem átti sér stað þar. Ég byrjaði í þessu starfi þegar ég var sextán ára,“ segir Khamshajiny Gunaratnam, gjarnan þekkt sem Kamzy, 27 ára varaborgarstjóri Óslóar, um það hvernig hún byrjaði í stjórnmálum. Hún var stödd á Íslandi um helgina til að kveikja á Óslóartrénu ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Hún kom til Noregs þegar hún var þriggja ára með mömmu sinni og bróður. Pabbi hennar bjó þegar í Norður-Noregi. „Við bjuggum fyrir norðan í um tvö ár og svo fluttum við til Óslóar af því að mamma vildi að ég lærði tamílsku, sem er móðurtunga mín. Ég bjó á nokkrum mismunandi stöðum í austur-Osló sem er mjög menningalega fjölbreytt. Þannig að það var afar gefandi tímabil. Síðan fór ég í framhaldsskóla í vestur-Osló og ég hitti mikið af mismunandi fólki sem var afar ólíkt mér sem var mikill innblástur. Það er svo áhugavert að geta búið saman í einni borg en bfólk lifir samt svo ólíkum lífsstílum.“Undir lok framhaldsskólans áttaði hún sig á því að hún þyrfti að vera mun virkari til að hugmyndir hennar næðu fram að ganga. Það var ekki nóg að starfa bara innan ungmennahreyfingar Tamíla. Nítján ára í borgarstjórnHún var í fyrsta sinn sett á framboðslista árið 2006 þegar hún var átján ára og var svo kosin í borgarstjórn þegar hún var nítján ára og varð varaborgarstjóri nú í október. „Ég var mikið með augun á skipulagsmálunum og hef líka verið í námi við mannvistarlandfræði. Ég vildi verða eitthvað á borð við formaður nefndar en svo 48 klukkustundum áður en nýja borgarstjórnin var mynduð var mér sagt að ég ætti að verða varaborgarstjóri,“ segir hún. „Ég sagði bara nei, spyrjið einhvern annan! En þau sögðu mér að við þyrftum að endurspegla nýja kynslóð og nýja hluta Óslóar og alla þá sem finnst þeir ekki hafa rödd í borgarstjórninni. Þess vegna spurðu þau mig.“ Í upphafi fannst henni þetta yfirþyrmandi af því að hún var svo ung. En hún telur að af því hún sé svo ung er mun fleira ungt fólk sem lætur sig málefni borgarinnar varða. „Til dæmis fórum við í heimssókn í skóla um daginn. Það var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis. Og þarna var strákur sem að spurði mig hvað það þýddi fyrir þau að ég væri ung og í borgarstjórn. Ég svaraði á þá vegu að í fyrsta lagi tala ég á sama hátt og þið, ég nota ekki skrifræðismál, og í öðru lagi er að þegar þú ert ungur leyfist manni að ögra kerfinu. Það er stór hluti af mér og ég vil vera þannig þegar ég verð orðin fimmtug líka,“ segir hún hlæjandi. Komst lífs af frá Útey„Foreldrar mínir koma frá landi þar sem staðan er þannig að ef þú ert Tamíli og þátttakandi í stjórnmálum þá verður þú vafalaust drepinn. Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórnmálum varð hún áhyggjufull. Það er nokkuð kaldhæðið í ljósi þess að ég eyddi miklum tíma í að segja henni að í Noregi er það öruggt að vera í stjórnmálum.“ Kamzy er ein þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik á sumarbúðir ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þann 22. júlí 2011. Hún synti til lands í stað þess að vera eftir á eyjunni. Móðir hennar var í Danmörku þennan dag en Kamzy hringdi í hana til að segja henni að hún væri örugg. „Þá sagði hún við mig að hún hefði ekki flúið frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á mig í Noregi.“ Þurfum ævilanga baráttu Kamzy fór ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Cecilie Landsverk sendirherra Noregs á Íslandi að minningarlundinum um fórnarlömbin þann 22. Júlí 2011.Mynd/ReykjavíkurborgEftir árásina í Ósló og Útey var norskt samfélag upptekið af því hvernig ætti að bregðast við eftir árásirnar. Fjölmargir dást að nálgun Norðmanna sem gjarnan endurspeglast í orðum Jens Stoltenbergs fyrrverandi forsætisráðherra Noregs: „Svarið við árásunum er meira lýðræði og opnara samfélag.“ „Ábyrgð okkar er að tryggja það að enginn alist upp til að verða hryðjuverkamaður eins og Breivik,“ segir Kamzy. „Það þýðir að öllum manneskjum finnist þau vera hluti af samfélaginu. Til dæmis erum við með 3.000 börn sem eru að bíða eftir leikskólaplássi í Ósló, við erum með mismunandi tómstundir sem eru bara aðgengilegar efnuðu fólki og foreldrum, við erum með fullt af fólki sem dettur út úr skólakerfinu. Við verðum að tryggja að fólk sé þátttakendur í öllum stigum samfélagsins. Þetta er umræðan sem við eigum að halda á lofti eftir 22. júlí.“ Hún segir að borgarstjórnin í Osló hugsi mikið út í það hvernig skipulag borgarinnar geti dregið úr öfgum og fordómum. „Í Osló hugsum við mikið um það hvernig við getum byggt borgina okkar. Til dæmis viljum við ekki byggja bara stórar íbúðir í einu hverfi og smáar annarsstaðar, heldur reynum við að byggja upp borg sem hýsir fjölbreytt samfélag. Það þýðir ekki bara að við reynum að blanda saman fólki af öllum þjóðernum heldur fólki frá öllum stigum lífsins. Hennar skilaboð eftir hryðjuverkaárásirnar í París eru þau sömu og fyrir fjórum árum. Hún segir að það sé ábyrgð allra í samfélaginu að berjast gegn öfgum. „Ég hef ávallt sagt fyrir hönd minna föllnu félaga að við þurfum ekki mínútu þögn heldur ævilanga baráttu fyrir betra samfélagi. Mín skilaboð eru þau sömu og eftir 22. júlí. Stöndum saman. Að sundra samfélaginu er sigur fyrir hryðjuverkamennina. Það eru engin „þau“ í samfélaginu, bara „við“.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent